Sérfræðingur í notendaþjónustu
Við leitum að jákvæðum, þjónustulunduðum og úrræðagóðum einstaklingi til að slást í hópinn á upplýsingatæknisviði Motus. Meðal helstu verkefna er almenn tækniaðstoð við starfsfólk fyrirtækisins, umsjón með hjálparborði/þjónustukerfi, mótun og innleiðing innri þjónustuferla í góðu samstarfi við þjónustuaðila. Um spennandi hlutverk er að ræða við úrlausn fjölbreyttra verkefna í sterkum hópi sérfræðinga þar sem réttur einstaklingur fær tækifæri til að blómstra og vaxa í starfi.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Umsjón með hjálparborði fyrirtækisins
- Uppbygging þjónustuferla ásamt almennri notendaþjónustu
- Umsjón, uppbygging og rekstur þjónustukerfis
- Samskipti við birgja og þjónustuaðila
- Ýmis önnur verkefni á sviði upplýsingatækni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði kerfisreksturs, tölvunarfræði eða verkfræði
- Reynsla /eða þekking á Microsoft umhverfi (O365, SQL, Azure, o.fl.) er kostur
- Reynsla og/eða þróun á þjónustuferlum með Atlassian Jira mikill kostur
- Reynsla af tækni- eða vettvangsþjónustu æskileg
- Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni
Hæfni:
- Mannleg samskipti
- Þjónustulund
- Frumkvæði
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Skipulögð vinnubrögð
- Metnaður
- Drifkraftur
Umsóknarfrestur er til og með 12. febrúar 2023.
Frekari upplýsingar veitir Bjarki Snær Bragason forstöðumaður upplýsingatæknisviðs í bjarkib@motus.is.
Um Motus:
Motus er leiðandi fyrirtæki á sviði kröfustýringar og innheimtu. Hlutverk Motus er að stuðla að hreyfingu fjármagns með skilvirkni að leiðarljósi. Hjá Motus starfar fjölbreyttur hópur fólks um allt land sem leggur sig fram um að starfa af heilindum og fagmennsku. Jafnrétti, jákvæð samskipti og gagnkvæm virðing eru grundvöllur starfseminnar og við leitumst stöðugt við að finna nýjar leiðir til að styrkja sem mest gæði kröfustýringar og að hún verði ómissandi þáttur í vexti og viðgangi fyrirtækja. Við gætum fyllsta trúnaðar við vinnslu starfsumsókna og persónuupplýsinga.
Sækja um starf
Sótt er um starfið í gegnum umsóknarvef Motus - https://motus.is/um-motus/vinnustadurinn/