Sérfræðingur í netrekstri

Norðurál 27. Apr 2023 Fullt starf

Norðurál leitar að reyndum og jákvæðum sérfræðingi til starfa í rekstrarteymi fyrirtækisins. Rekstrarteymið tilheyrir upplýsingatæknideild og hlutverk þess er að reka tölvu- og netkerfi Norðuráls, ásamt því að sinna notendaþjónustu og að styðja við starfsemi fyrirtækisins. Netkerfi Norðuráls er víðfeðmt og mikil áhersla er á 24/7 uppitíma og öryggi.

Verkefnin eru áhugaverð og krefjandi í lifandi starfsumhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi. Viðkomandi mun fá tækifæri til að taka þátt í hönnun og útfærslu á netkerfi Norðuráls auk þess að taka þátt í uppbyggingu netkerfis fyrir nýjan steypuskála sem er í byggingu. Mikil samvinna er við móðurfélag Norðuráls í Bandaríkjunum og því er góð samskiptahæfni og færni í ensku mikilvæg.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Rekstur, bilanagreining og eftirlit með net- og tölvukerfum
  • Uppsetning netbúnaðar
  • Greining og hönnun netkerfa með áherslu á öryggi og áreiðanleika
  • Ráðgjöf og stuðningur við deildir og stoðsvið
  • Samskipti við þjónustuaðila

Hæfni og menntun

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af uppbyggingu netkerfa og eldveggja
  • Þekking og reynsla af rekstri á Windows Server stýrikerfum er kostur
  • Cisco CCNA og CCNP er æskilegt
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Hæfni til að starfa bæði sjálfstætt og í hópi
  • Góð enskukunnátta jafnt í töluðu sem rituðu máli

Norðurál leggur áherslu á heilsusamlegt, öruggt og ánægjulegt starfsumhverfi og góðan starfsanda. Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um. Starfsstöðin er á Grundartanga, en starfsfólki bjóðast ferðir til og frá Akranesi, Borgarnesi og af höfuðborgarsvæðinu.

Umsóknarfrestur er til og með 10. maí

Upplýsingar veitir Torfi Markússon (torfi@intellecta.is) og Henrietta Þ. Magnúsdóttir (henrietta@intellecta.is). Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Framtíðin er spennandi í álframleiðslu á Íslandi og mun framþróun grænnar álframleiðslu hafa raunveruleg áhrif á útblástur gróðurhúslofttegunda á heimsvísu. Íslenski áliðnaðurinn er ein af stærstu útflutningsgreinum landsins og Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Á hverju ári notar Norðurál endurnýjanlega raforku til að framleiða um 320.000 tonn af áli fyrir erlenda markaði. Norðurál var valið Umhverfisfyrirtæki ársins árið 2022 af Samtökum atvinnulífsins.


Sækja um starf