Sérfræðingur í netöryggi
SEÐLABANKI ÍSLANDS óskar eftir að ráða metnaðarfullan og reynslumikinn sérfræðing í öryggisteymi í deild innviða og öryggis á sviði upplýsingatækni.
Um er að ræða deild sem annast fjölbreytt verkefni, m.a stöðuga framþróun öryggislausna og tæknilegra kjarnainnviða bankans, sjálfvirknivæðingu leikbóka, samþættingu ógnarupplýsinga og hámörkun á nýtingu þeirra öryggislausna sem Seðlabankinn hefur innleitt.
Öryggisteymið sér um að vakta og vernda gögn, þjónustur og kerfi Seðlabankans og viðskiptavina hans gegn síbreytilegu landslagi ógna. Starfið felur meðal annars í sér vöktun öryggistengdra atburða og viðbrögð þeim tengdum. Þá tekur teymið virkan þátt í innlendu og erlendu samstarfi á vettvangi öryggismála.
Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á netöryggi og vilja til að eflast í starfi til að tryggja öryggi Seðlabankans eins og best er á kosið.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Framþróun öryggislausna, eftirlits og viðbragða
- Skjölun og kortlagning öryggisvarna m.a. á móti MITRE ATT&CK
- Veikleikastjórnun og veikleikaprófanir
- Vöktun og viðbrögð við öryggistengdum atburðum
- Framþróun leikbóka til að mæta ógnum og við greiningu atburða
- Skilgreiningar og vöktun á innri öryggiskröfum fyrir stýrikerfi, hugbúnað, vélbúnað og aðrar upplýsingatæknilausnir
Hæfniskröfur:
- Menntun er nýtist í starfi
- Umtalsverð reynsla af rekstri netöryggislausna
- Víðtæk þekking og reynsla af rekstri tölvu- og netkerfa sem nýtist í starfi
- Þekking og reynsla á Python, Powershell og/eða Kusto Query Language
- Þekking og reynsla af öryggismálum í helstu skýjalausnum er kostur
- Lipurð í mannlegum samskiptum og góð hæfni til að vinna sjálfstætt og með öðrum
- Frumkvæði, skapandi hugsun, jákvæðni, skipulag og metnaður í starfi
- Gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti
Sækja um starf
Nánari upplýsingar um starfið veita Víðir Kristófersson, öryggisstjóri og forstöðumaður deildar innviða og öryggis á sviði upplýsingatækni (vidir.kristofersson@sedlabanki.is) og Árni Ragnar Stefánsson, mannauðsráðgjafi á sviði mannauðs og menningar (mannaudur@sedlabanki.is). Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar.
Um er að ræða 100% starfshlutfall með starfsstöð í Reykjavík. Sótt er um starfið á heimasíðu Seðlabanka Íslands, www.sedlabanki.is/storf. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.
Hjá Seðlabankanum starfar öflug liðsheild í metnaðarfullu og hvetjandi starfsumhverfi þar sem áhersla er lögð á sveigjanleika, fagmennsku og þekkingu. Við ráðningar í störf hjá Seðlabanka Íslands er tekið mið af jafnréttisstefnu og jafnréttisáætlun bankans og er fólk af öllum kynjum hvatt til að sækja um.
Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja. Umsóknir gilda í sex mánuði og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Vakin er athygli umsækjenda á því að um ráðningarferlið gilda m.a. stjórnsýslulög nr. 37/1993, upplýsingalög nr. 140/2012 og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.