Sérfræðingur í Navision
Navision sérfræðingur
Nýstofnaða fjölorkufélagið Orkan hefur það að markmiði að einfalda líf viðskiptavina sinna á snjallan, hagkvæman og umhverfisvænan hátt. Við trúum því að framtíðin sé fólgin í nýtingu á fjölbreytilegum orkugjöfum, tækni og að þægindi framtíðarinnar snúist um að spara tíma og einfalda amstur dagsins. Vörumerki Orkunnar eru Orkan, Löður, Lyfsalinn, Lyfjaval, Gló, Extra og 10-11. Samtals rekur Orkan 70 bensínstöðvar, 2 vetnisstöðvar og 1 metanstöð auk 6 verslana, 6 apóteka, 16 þvottastöðva og 1 veitingastað.
Fyrir liggur að einfalda, samræma og uppfæra Navision umhverfi Orkunnar og mun viðkomandi verða lykilaðili í þeim verkefnum sem framundan eru. Forritun er að mestu úthýst, en móttaka og greining mála, innri ráðgjöf og aðstoð, samskipti við birgja, miðlun, stýring og eftirfylgni verkefna verða á ábyrgð viðkomandi. Um spennandi hlutverk er að ræða sem reynir á fjölþætta hæfni og gefur viðkomandi einstakt tækifæri til að vaxa í starfi.
Reynsla
Orkan leitar að sérfræðingi sem hefur haldgóða reynslu af Navision kerfum, helst á smásölumarkaði. Góður skilningur á viðskiptaferlum og gögnum er mikill kostur. Jafnt þeir sem unnið hafa við ráðgjöf og forritun í Navision koma til greina. Reynsla af verkefnastjórnun er kostur. Háskólapróf í tölvunarfræði, viðskiptafræði eða sambærileg menntun er kostur. Frumkvæði, færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að starfa jafnt sjálfstætt sem í hópi er skilyrði. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem vill ná árangri.
Sækja um starf
Orkan leitar að sérfræðingi til að hafa umsjón með Navision umhverfi félagsins.