Sérfræðingur í Microsoft Dynamics NAV
Við leitum að sérfræðingi sem hefur víðtæka reynslu, bæði af forritun og rekstri á Microsoft Dynamics NAV. Viðkomandi yrði leiðandi í að uppfæra bókhaldskerfi fyrirtækisins.
Helstu verkefni:
– Forritun, viðhald og rekstur á Microsoft Dynamics NAV.
– Viðhald annarra kerfa sem tengjast Microsoft Dynamics NAV.
– Þjónusta við innri viðskiptavini.
– Samskipti við ytri þjónustuaðila.
– Almennur rekstur hugbúnaðarkerfa.
Hæfniskröfur:
– Víðtæk reynsla af forritun og rekstri á Microsoft Dynamics NAV.
– Háskólapróf sem nýtist í starfi.
– Hæfni til að starfa sjálfstætt og í hópi.
– Færni í mannlegum samskiptum.
– Þekking og reynsla af gagnagrunnum er kostur
– Reynsla af rekstri hugbúnaðarkerfa er kostur
Sækið um með því að fylla út UMSÓKN fyrir 31.júlí 2016.
Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 570 1900.
Sækja um starf