Sérfræðingur í mælitækni
Mannvit óskar eftir að ráða sérfræðing í mælitækni við borholu-, vatna- og veðurmælingar.
Í starfinu felst uppsetning og rekstur mælibúnaðar, handvirkar mælingar og gagnavinnsla. Jafnframt þarf viðkomandi að sinna viðhaldi og þróun mælibúnaðar og vera í samskiptum við birgja. Starfsstöð umsækjanda verður á skrifstofu Mannvits í Kópavogi en starfinu fylgja ferðalög víða um land.
Menntunar- og hæfnikröfur:
· Tæknimenntun á sviði rafeinda- og vélbúnaðar eða sambærileg menntun
· Góð tölvukunnátta ásamt þekking og reynsla við notkun á mælibúnað er kostur.
· Jákvæðni, samviskusemi og nákvæm vinnubrögð.
Umsækjandi þarf að hafa reynslu af verklegri vinnu og vinna við fjölbreyttar aðstæður utanhúss. Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar. Sótt er um starfið á heimasíðu Mannvits, www.mannvit.is, og eru umsækjendur vinsamlega beðnir um að láta ferilskrá og kynningarbréf fylgja umsókn.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sverrir Óskar Elefsen, soe@mannvit.is.
Sækja um starf
Sækja skal um í gegnum heimasíðu Mannvits á mannvit.is/um-mannvit/fyrirtaekid/starfsumsokn/