Sérfræðingur í kerfisstjórnun/DevOps

Veðurstofa Íslands 14. Jan 2019 Fullt starf

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing í kerfisstjórn/DevOps, til að sinna rekstri, viðhaldi og rekstrarþróun á sérhæfðum miðlægum kerfum Veðurstofunnar. Viðkomandi mun starfa á Upplýsingatæknisviði í DevOps hópi.

Meginhlutverk

Meðal verkefna kerfisstjóra/Devops er að taka við hugbúnaðarkerfum sem eru keyrandi og í stöðugu ástandi og setja í rekstur. Viðkomandi er einnig hluti af teymi sem vinnur markvisst að því að einfalda rekstur á núverandi hugbúnaði og kerfum sem tengjast ólíkum fagsviðum Veðurstofunnar. Kerfisstjóri/Devops tekur að auki þátt í þróunarvinnu með það að markmiði að tryggja rekstrarþætti hugbúnaðarlausnar/kerfis, ásamt því að lagfæra eða aðlaga minni hugbúnaðarlausnir að þörfum Veðurstofunnar.

Menntun og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á sviði tölvunar- eða kerfisfræði
  • Farsæl reynsla af hugbúnaðar- og kerfisþróun
  • Kunnátta á Linux umhverfi
  • Þekking á helstu forritunarmálum s.s. Python, JavaScript
  • Þekking á sjálfvirkum prófunum og eftirliti er kostur
  • Þekking á stöðugri framteflingu og sýndarumhverfum (s.s. Gitlab CI/CD, Docker, VMWare)
  • Þekking á gagnagrunnskerfum (notkun, uppsetning, og rekstur) er kostur
  • Hæfni í samskiptum og teymisvinnu
  • Nákvæmni, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
  • Gott vald á íslensku og ensku

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni munu taka mið af þessum gildum.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á www.starfatorg.is fyrir 28. janúar nk.