Sérfræðingur í hýsingardeild
Premis leitar að framsæknum og ábyrgðarfullum sérfræðingi til að sinna rekstri á innri kerfum, netkerfum og sýndarumhverfi. Um krefjandi starf er að ræða.
Hæfniskröfur
-
Góð færni í mannlegum samskiptum
-
Reynsla af rekstri Cisco netbúnaðar er skilyrði
-
Yfirgripsmikil þekking á IP, MPLS, BGP, OSPF, VMware, Linux og Windows.
-
Reynsla af netrekstri er skilyrði.
Umsóknarfrestur er til 25. október 2018.
Premis er 50+ manna fyrirtæki sem sinnir hýsingu og rekstri, kerfisþjónustu og vef- og hugbúnaðargerð.
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Nánari upplýsingar veitir Bergur Haukdal, bergur@premis.is.