Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun

Veðurstofa Íslands 21. Sep 2017 Fullt starf

Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun
Hefur þú ástríðu fyrir gögnum? Viltu vinna með raungögn, eins og jarðskjálftamælingar? Viltu vinna í kviku hugbúnaðarteymi? Hvernig á eiginlega að geyma brotlausnir jarðskjálfta? Kannastu við hvað tímaraðagreining er? Viltu vinna í fjölbreyttu umhverfi að þverfaglegum verkefnum með spennandi vísindagögn og í vistvænu vinnuumhverfi? Lestu þá áfram!
Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing í hugbúnaðarþróun. Sérfræðingurinn mun starfa í þróunarhóp Upplýsingatækni Veðurstofunnar sem er hluti af fjármála- og rekstrarsviði.

Hlutverk Veðurstofunnar er m.a. að veita bestu fáanlegu upplýsingum út í þjóðfélagið til að taka stórar sem smáar ákvarðanir hvort sem lýtur að almannaheill eða áhugamálum. Veðurstofan er ein stærsta gagnasöfnunar og úrvinnslustofnun landsins sem vinnur með gögn tengdum náttúrufyrirbærum s.s. loft, vatn, snjór og jöklar, jörð og haf. Nánari upplýsingar um stofnunina er að finna á www.vedur.is

Hlutverk
– Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun tekur þátt í þróunarverkefnum sem snúa að öllum helstu sviðum Veðurstofunnar. Áherslan er á þróun á viðmótskerfum og gagnagrunnum.

Menntunar og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi s.s. tölvunarfræði eða sambærilegt
  • Frumkvæði, hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
  • Þekking á JavaScript, HTML, XML, JSON, og jQuery
  • Þekking á Python
  • Þekking á fyrirspurnarmálinu SQL, þekking PostgreSQL er kostur
  • Þekking og farsæl reynsla af hugbúnaðar- og kerfisþróun
  • Þekking á Linux stýrikerfinu, GIT, REST og öðrum forritunarmálunum s.s. C/C++, Java, Bash er kostur
  • Þekking og reynsla af Agile Scrum vinnuferli er kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum

Um er að ræða fullt starf og taka laun mið af kjarasamningum ríkisins og viðeigandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veita Davíð Steinar Guðjónsson (dsg@vedur.is) og Borgar Ævar Axelsson (borgar@vedur.is), í síma 522 6000.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 9. október nk og sækja skal um starfið á www.starfatorg.is