Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun

Veðurstofa Íslands 6. Oct 2015 Fullt starf

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða sér­fræðing í hugbúnaðarþróun. Sérfræð­ingur­inn mun starfa í hugbúnaðarþróunarhópi Veður­stofu Íslands. Hópurinn sér um nýsmíði og þróun hugbúnaðarlausna ásamt því að veita sérfræðiráðgjöf til allra fagsviða Veður­stofunnar. Eitt af megin verkefnum hópsins er að auka aðgengi að og bæta framsetningu á mæligögnum Veðurstofunnar enda hafa atburðir í náttúru landins síðustu ára sýnt fram að mikilvægi þess.

Hópurinn vinnur samkvæmt Agile Scrum hugmyndafræðinni. Megin forritunarmálin er Python, JavaScript og PHP og þróunar­umhverfið er almennt keyrt í Linux. Gagna­grunnskerfi eru DB2, Oracle, MSSQL og PostgreSQL en megin áhersla er á að nota PostgreSQL fyrir nýjar hugbúnaðarlausnir ásamt því að nota REST þjónustumiðlun. Eitt af megin hlutverkum Veðurstofunnar er að veita bestu mögulegu upplýsingar um veður og vá hverju sinni og í því tilliti er Veðurstofan ein stærsta gagnasöfnunar og úrvinnslustofnun landsins með gögn sem spanna loft, vatn, snjó, jökla, jörð og haf.

Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun á sviði tölvunnar- eða verkfræði
• Frumkvæði, hæfni í mannlegum sam­skiptum og teymisvinnu
• Þekking á gerð vefviðmóta og bakenda­miðlunar
• Þekking á málum s.s. Python, JavaScript, PHP, SQL
• Þekking á þróun gagnagrunna og notkun gagnagrunnskerfa, s.s. SQL Server og PostgreSQL
• Reynsla af hugbúnaðar- og kerfisþróun
• Þekking á þjónustumiðaðri högun (SOA) s.s. REST


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veita Vigfús Gíslason, hópstjóri upplýsingatækni (gislason@vedur.is) og Borgar Ævar Axelsson, mannauðsstjóri (borgar@vedur.is) í síma 522 6000.

Um er að ræða fullt starf og taka laun mið af kjarasamningum ríkisins og viðeigandi stéttarfélags.

Umsóknarfrestur er til og með 19. október nk.

Umsækjendur eru vin­saml­ega beðnir um að sækja um störfin á heima­síðu Veður­stofu Íslands undir www.vedur.is/um-vi/laus-storf eða á www.starfatorg.is.