Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun
Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing í hugbúnaðarþróun. Sérfræðingurinn mun starfa í hugbúnaðarþróunarhópi Veðurstofu Íslands. Hópurinn sér um nýsmíði og þróun hugbúnaðarlausna ásamt því að veita sérfræðiráðgjöf til allra fagsviða Veðurstofunnar. Eitt af megin verkefnum hópsins er að auka aðgengi að og bæta framsetningu á mæligögnum Veðurstofunnar enda hafa atburðir í náttúru landins síðustu ára sýnt fram að mikilvægi þess.
Hópurinn vinnur samkvæmt Agile Scrum hugmyndafræðinni. Megin forritunarmálin er Python, JavaScript og PHP og þróunarumhverfið er almennt keyrt í Linux. Gagnagrunnskerfi eru DB2, Oracle, MSSQL og PostgreSQL en megin áhersla er á að nota PostgreSQL fyrir nýjar hugbúnaðarlausnir ásamt því að nota REST þjónustumiðlun. Eitt af megin hlutverkum Veðurstofunnar er að veita bestu mögulegu upplýsingar um veður og vá hverju sinni og í því tilliti er Veðurstofan ein stærsta gagnasöfnunar og úrvinnslustofnun landsins með gögn sem spanna loft, vatn, snjó, jökla, jörð og haf.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun á sviði tölvunnar- eða verkfræði
• Frumkvæði, hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
• Þekking á gerð vefviðmóta og bakendamiðlunar
• Þekking á málum s.s. Python, JavaScript, PHP, SQL
• Þekking á þróun gagnagrunna og notkun gagnagrunnskerfa, s.s. SQL Server og PostgreSQL
• Reynsla af hugbúnaðar- og kerfisþróun
• Þekking á þjónustumiðaðri högun (SOA) s.s. REST
Sækja um starf
Nánari upplýsingar um starfið veita Vigfús Gíslason, hópstjóri upplýsingatækni (gislason@vedur.is) og Borgar Ævar Axelsson, mannauðsstjóri (borgar@vedur.is) í síma 522 6000.
Um er að ræða fullt starf og taka laun mið af kjarasamningum ríkisins og viðeigandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til og með 19. október nk.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um störfin á heimasíðu Veðurstofu Íslands undir www.vedur.is/um-vi/laus-storf eða á www.starfatorg.is.