Sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar

Bláa Lónið 20. Feb 2025 Fullt starf

Bláa Lónið leitar að framsýnum, skipulögðum og drífandi vörustjóra til að leiða nýsköpun og hagnýtingu gervigreindartækni (AI) innan fyrirtækisins. Viðkomandi mun spila lykilhlutverk í að þróa stefnu og sýn Bláa Lónsins í notkun gervigreindar og tryggja að tæknin skili virði fyrir bæði starfsfólk og viðskiptavini. Starfið krefst þekkingar og reynslu á lausnum á sviði gervigreindar ásamt framúrskarandi samskiptahæfni, frumkvæðis og hæfileika til að miðla þekkingu.

Starfið heyrir undir sviðið Digital & Data, þar starfar fjölbreyttur hópur fólks sem nýtur frelsis til nýsköpunar. Við leggjum áherslu á að þróa notendavænar lausnir með notkun nýjustu tæknilausna.

Starfið felur í sér náið samstarf við mannauðssvið ásamt öðrum deildum innan fyrirtækisins með það að markmiði að stuðla enn frekar að stafrænum vexti og framþróun.


Helstu verkefni

  • Þróa og miðla framtíðarsýn og stefnu Bláa Lónsins fyrir notkun á gervigreind.
  • Aðstoða deildir Bláa Lónsins við að greina tækifæri til notkunar á gervigreind, leiðbeina þeim og fræða um bestu leiðirnar til að nýta tæknina í daglegu starfi.
  • Vinna náið með tækniteymum og öðrum deildum við þróun og innleiðingu á verkfærum í gervigreind og lausnum, svo sem sjálfvirknivæðingu ferla, gagnadrifnum lausnum og stuðningi við starfsmenn.
  • Forgangsraða verkefnum, skipuleggja vöruþróun og tryggja að gervigreind nýtist að fullu með gæðum og notendaupplifun í fyrirrúmi.

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem tengist starfinu.
  • Sterkir leiðtogahæfileikar og geta til að hvetja og fræða aðra um nýjar tæknilausnir.
  • Skilningur á gervigreindartækni, möguleikum hennar og notkun í rekstri og þjónustu.
  • Góð þekking á gagnavinnslu og getu til að skilja hvernig gögn og AI vinna saman.
  • Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni, sem og hæfni til að miðla tæknilegum upplýsingum til ólíkra hópa.
  • Þekking á helstu gervigreindarverkfærum nútímans.


Í boði er starf á lifandi og skemmtilegum vinnustað sem býður upp á fjölbreyttar og krefjandi áskoranir. Einnig eru ýmis fríðindi í boði, eins og heilsuræktarstyrkur, þátttaka í einu öflugasta starfsmannafélagi landsins ásamt ýmsum öðrum fríðindum sem starfsfólki Bláa Lónsins bjóðast.

Viðkomandi mun hafa starfsstöð í skrifstofuhúsnæði Bláa Lónsins í Urriðaholti í Garðabæ.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 6.mars 2025

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir forstöðumaður, á netfangið: ingibjorg.rafnar.petursdottir@bluelagoon.is