Sérfræðingur í hagnýtingu gervigreindar

Bláa Lónið leitar að framsýnum, skipulögðum og drífandi vörustjóra til að leiða nýsköpun og hagnýtingu gervigreindartækni (AI) innan fyrirtækisins. Viðkomandi mun spila lykilhlutverk í að þróa stefnu og sýn Bláa Lónsins í notkun gervigreindar og tryggja að tæknin skili virði fyrir bæði starfsfólk og viðskiptavini. Starfið krefst þekkingar og reynslu á lausnum á sviði gervigreindar ásamt framúrskarandi samskiptahæfni, frumkvæðis og hæfileika til að miðla þekkingu.
Starfið heyrir undir sviðið Digital & Data, þar starfar fjölbreyttur hópur fólks sem nýtur frelsis til nýsköpunar. Við leggjum áherslu á að þróa notendavænar lausnir með notkun nýjustu tæknilausna.
Starfið felur í sér náið samstarf við mannauðssvið ásamt öðrum deildum innan fyrirtækisins með það að markmiði að stuðla enn frekar að stafrænum vexti og framþróun.
Helstu verkefni
- Þróa og miðla framtíðarsýn og stefnu Bláa Lónsins fyrir notkun á gervigreind.
- Aðstoða deildir Bláa Lónsins við að greina tækifæri til notkunar á gervigreind, leiðbeina þeim og fræða um bestu leiðirnar til að nýta tæknina í daglegu starfi.
- Vinna náið með tækniteymum og öðrum deildum við þróun og innleiðingu á verkfærum í gervigreind og lausnum, svo sem sjálfvirknivæðingu ferla, gagnadrifnum lausnum og stuðningi við starfsmenn.
- Forgangsraða verkefnum, skipuleggja vöruþróun og tryggja að gervigreind nýtist að fullu með gæðum og notendaupplifun í fyrirrúmi.
Hæfniskröfur
- Háskólamenntun sem tengist starfinu.
- Sterkir leiðtogahæfileikar og geta til að hvetja og fræða aðra um nýjar tæknilausnir.
- Skilningur á gervigreindartækni, möguleikum hennar og notkun í rekstri og þjónustu.
- Góð þekking á gagnavinnslu og getu til að skilja hvernig gögn og AI vinna saman.
- Framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni, sem og hæfni til að miðla tæknilegum upplýsingum til ólíkra hópa.
- Þekking á helstu gervigreindarverkfærum nútímans.
Í boði er starf á lifandi og skemmtilegum vinnustað sem býður upp á fjölbreyttar og krefjandi áskoranir. Einnig eru ýmis fríðindi í boði, eins og heilsuræktarstyrkur, þátttaka í einu öflugasta starfsmannafélagi landsins ásamt ýmsum öðrum fríðindum sem starfsfólki Bláa Lónsins bjóðast.
Viðkomandi mun hafa starfsstöð í skrifstofuhúsnæði Bláa Lónsins í Urriðaholti í Garðabæ.
Sækja um starf
Umsóknarfrestur er til og með 6.mars 2025
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir forstöðumaður, á netfangið: ingibjorg.rafnar.petursdottir@bluelagoon.is