Sérfræðingur í forritun bakenda og notendaviðmóta
Sérfræðingur í forritun bakenda og notendaviðmóta
Menntamálastofnun stuðlar að framförum í þágu menntunar í samræmi við stefnu stjórnvalda, bestu þekkingu og alþjóðleg viðmið. Stofnunin sinnir víðtæku hlutverki við mat á menntun, þróar og miðlar námsgögnun til nemenda og veitir margskonar þjónustu við menntakerfið.
Auglýst er laus til umsókna staða sérfræðings á miðlunarsviði í forritun bakenda og notendaviðmóta. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á gagnagrunnum og vefsmíði geti unnið að gerð þeirra allt frá hugmynd að útgáfu. Um er að ræða 100% starf og laun eru greidd samkvæmt samningum fjármálaráðuneytisins og viðkomandi stéttarfélags.
Helstu verkefni:
- Þarfagreining, hönnun, uppsetning og viðhald vefja
- Stafræn framsetning námsefnis í samstarfi við aðra sérfræðinga miðlunarsviðs
- Þjónusta við önnur svið stofnunarinnar
- Samskipti við viðskiptavini stofnunarinnar
Menntunar- og hæfnikröfur:
- Menntun á sviði tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði og/eða mikil reynsla á sviði hugbúnaðarfræða
- Færni í að vinna í teymum og grunnþekking á verkefnastjórnun
- Reynsla af þróun og viðhaldi bakenda
- Hæfni í framendahönnun og geta unnið með hönnuðum stofnunarinnar að því að skapa viðmót vefja sem höfða til notenda
- Hæfileikar til skapandi starfs og innleiðingu nýjunga
- Góðir samskiptahæfileikar
- Þekking og færni í notkun á sem flestu af eftirfarandi:
- Python
- HTML5
- CSS
- JavaScript
- Git
- SQL
- Django
- Docker
- MongoDB
- Backbone.js
- Twisted (Python)
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.
Umsókn um starfið fylgi skrá yfir menntun og starfsferil, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því umsóknarfrestur rennur út. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.
Umsókn sendist á skjalasafn@mms.is merkt: Sérfræðingur, forritun. Öllum umsóknum verður svarað. Launa- og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfsmanna.
Nánari upplýsingar veitir Þröstur Bragason, þróunarstjóri, í síma 514-7500, netfang: throstur.bragason@mms.is.
Umsóknafrestur er til og með 18. nóvember 2016.
Sækja um starf
Umsókn sendist á skjalasafn@mms.is merkt: Sérfræðingur, forritun.