Sérfræðingur í Azure skýjalausnum
Við leitum að öflugri manneskju inn í nýtt teymi hjá Rekstrarlausnum Advania, Ráðgjöf og sérfræðiþjónusta (e. Professional Service). Hlutverk teymisins verður m.a. að veita ráðgjöf og taka þátt í hönnun og innleiðingu skýjalausna hjá viðskiptavinum Advania.
Viðkomandi kemur til með að vinna með afkastamiklu söluteymi, rekstrarteymum sviðsins, verkefnastýringu Advania ásamt erlendum sérfræðiteymum.
Starfssvið:
- Þjónusta og ráðgjöf til viðskiptavina, samstarfsaðila og þjónustuaðila
- Stefnumótun og greining á nýjum tækifærum
- Ráðgjöf, innleiðing og hönnun á Azure umhverfum fyrir viðskiptavini
- Halda vinnustofur fyrir viðskiptavini
- Viðhalda og byggja upp sérþekkingu á nýrri tækni
Viðeigandi hæfni og reynsla
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla af tæknilegri ráðgjöf
- Þekking á Azure þjónustum (PaaS, SasS, IaaS, gagnageymslum, eftirliti og stjórnun)
- Þekking á Azure stjórnun (Arc, afritun, Lighthouse, eftirliti, sjálfvirkni, Site Recovery, flutningi o.fl.)
- Þekking á Azure auðkenni/öryggi (Active Directory, Defender, Sentinel, Security Center o.fl.)
- Þekking og reynsla í DevOps aðferðafræði
- Skilningur á Viva, Docker og Kubernetes er kostur en ekki nauðsyn
- Lausnamiðuð hugsun og fagleg vinnubrögð
- Góð greiningar- og skipulagshæfni
- Færni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
Að auki er kostur ef umsækjendur hafi eina eða fleiri af eftirfarandi Microsoft vottunum:
- AZ-104: Microsoft Azure Administrator vottun
- AZ-305: Microsoft Certified: Azure Solutions Architect Expert vottun
- SC-100: Microsoft Cybersecurity Architect vottun
Ef þú hefur áhuga á starfinu en uppfyllir ekki allar kröfur, þá hvetjum við þig samt sem áður til þess að sækja um. Þú gætir einmitt verið einstaklingurinn sem við leitum að í þetta eða annað starf.
Vinnustaðurinn Advania
Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi – bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.
Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.
Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.
Ferli ráðninga
- Tekið á móti umsóknum til 24. mars 2023
- Yfirferð umsókna
- Boðað í fyrstu viðtöl
- Boðað í seinni viðtöl
- Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
- Öflun umsagna / meðmæla
- Ákvörðun um ráðningu
- Öllum umsóknum svarað
Starfsfólk mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Ævar Svan Sigurðsson, Senior Manager Rekstrarlausna, aevar.sigurdsson@advania.is / 440 9000
Sækja um starf
.