Sérfræðingur í áhættustýringu – Mat og líkön
Íslandsbanki óskar eftir að ráða öflugan liðsfélaga í deildina Mat og líkön innan Áhættustýringar til að gegna lykilhlutverki við greiningar á helstu áhættum í starfsemi bankans og að leggja mat á eiginfjár- og lausafjárþörf bankans til að mæta þeim áhættum. Leitað er að aðila sem hefur djúpa innsýn í gerð og beitingu líkana við lausn fjölbreyttra vandamála, hefur framúrskarandi hæfni til að miðla flóknu efni í ræðu og riti, góða samskiptahæfni og brennandi áhuga á að umbreyta gögnum í gagnlegar upplýsingar.
Áhættustýring er svið innan Íslandsbanka sem stuðlar að upplýstri ákvarðanatöku og sterkri áhættuvitund stjórnar og starfsmanna bankans. Mat og líkön er deild innan Áhættustýringar sem hefur það hlutverk að tryggja áreiðanlegt mat á öllum áhættuþáttum í rekstri bankans og beitir til þess áhættulíkönum sem deildin sér um að þróa og viðhalda. Deildin miðlar heildaryfirsýn um áhættu til stjórnenda og eftirlitsaðila og sinnir einnig sérhæfðum greiningarverkefnum fyrir aðrar einingar bankans þar sem markmiðið er að umbreyta gögnum í skiljanlegar og gagnlegar upplýsingar sem nýtast við áhættustýringu.
Helstu verkefni:
- Greining á fjárhagslegri áhættu í starfsemi Íslandsbanka, þar með talið útlánaáhættu, markaðsáhættu og lausafjáráhættu
- Þróun og beiting líkana til að meta eiginfjárþörf vegna þessara áhættuþátta í samræmi við alþjóðlegar kröfur
- Hönnun og framkvæmd álagsprófa og sviðsmyndagreininga
- Ráðgjöf við stefnumörkun og stýringu fjárhagslegrar áhættu
- Kynningar og samskipti við hagsmunaaðila innan og utan bankans
Hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. í fjármálum, stærðfræði, tölfræði eða verkfræði
- Staðgóð þekking á gagnagrunnum og notkun fyrirspurnartóla til að vinna með stór gagnasett
- Reynsla af forritun í R, Python eða sambærilegum forritunarmálum
- Greiningarhæfni, samskiptahæfni, frumkvæði, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
- Hæfni til að koma frá sér efni í ræðu og riti
- Reynsla af áhættustýringu og þekking á bankastarfsemi er kostur
Nánari upplýsingar:
Kristján Rúnar Kristjánsson, forstöðumaður Mats og líkana, sími 440 2755, netfang: kristjan.kristjansson@islandsbanki.is. og Guðlaugur Örn Hauksson ráðningarstjóri, sími 844 2714, netfang: gudlaugur.orn.hauksson@islandsbanki.is
Hjá Íslandsbanka starfa um 700 manns með ástríðu fyrir árangri og vinnum við öll að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi og að því að veita bestu bankaþjónustuna.
Við erum stolt af því að hafa fengið nokkrum sinnum faggilta vottun á jafnlaunastaðalinn ÍST85:2012. Vottunin staðfestir að unnið er markvisst gegn kynbundnum launamun og þannig stuðlað að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Þessi vottun er eðlilegt framhald af þeirri vinnu sem unnin hefur verið innan bankans undanfarin ár en við fengum Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2016 og Gullmerki PwC 2015 og Jafnvægisvog FKA nokkur ár í röð.
Jafnframt leggur Íslandsbanki jafnframt mikla áherslu á sjálfbærnimál og styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Sækja um starf
Kristján Rúnar Kristjánsson, forstöðumaður Mats og líkana, sími 440 2755, netfang: kristjan.kristjansson@islandsbanki.is. og Guðlaugur Örn Hauksson ráðningarstjóri, sími 844 2714, netfang: gudlaugur.orn.hauksson@islandsbanki.is