Sérfræðingur í afkastamælingum
Vegna aukinna umsvifa óskar Mannverk eftir að ráða sérfræðing í afkastamælingum.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Uppmælingar á framvindu verkefna og efnisnotkun
- Verkstöður á magntölum samninga
- Náin samvinna við innkaupastjóra og verkefnastjóra
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem tækni- eða verkfræði
- Góður árangur í fyrri störfum
- Nákvæm og öguð vinnubrögð
- Framúrskarandi samskipti og þjónustulund
- Tölugleggni og góð þekking í upplýsingatækni
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
Um Mannverk:
Mannverk ehf. var stofnað á vordögum 2012. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróunarverkefnum, stýriverktöku, verkefna- , hönnunar- og byggingastjórnun ásamt almennri framkvæmdaráðgjöf. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á www.mannverk.is.
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Umsóknarfrestur er til og með 18. júlí 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað. Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.
Nánari upplýsingar veitir Henrietta Þóra Magnúsdóttir (henrietta@intellecta.is) í síma 511 1225.