Sérfræðingur á vef- og markaðssviði

Nordic Visitor 27. Nov 2015 Fullt starf

Vegna aukinna umsvifa og fjölmargra spennandi verkefna framundan, auglýsir ferðaskrifstofan Nordic Visitor eftir sérfræðingi með áherslu á verkefnastýringu í vefþróun og stafrænum lausnum.

Nordic Visitor opnaði sinn fyrsta vef árið 2004 og hefur allar götur síðan verið framarlega í vefþróun í ferðaþjónustu. Vefur fyrirtækisins er í dag ein stærsta vefverslun Íslands, bæði þegar litið er til fjölda heimsókna og veltu.

Á vef- og markaðssviði Nordic Visitor starfa átta starfsmenn að metnaðarfullri uppbyggingu vefsvæða fyrirtækisins sem og markaðssetningu fyrirtækisins út á við.

Starf sérfræðings á vef- og markaðssviði er mjög fjölbreytt og spennandi, en jafnframt krefjandi. Vefirnir eru andlit Nordic Visitor út á við og helsta sölutól.

Starfssvið

  • Þróun á vefsvæðum fyrirtækisins, í nánu samstarfi við forstöðumann sem og aðra starfsmenn og samstarfsaðila sviðsins
  • Vefþróun og endurbætur á vefsvæðum fyrirtækisins, í nánu samstarfi við forstöðumann sem og aðra vefstjóra, starfsmenn og samstarfsaðila sviðsins
  • Umsjón sérstakra vefverkefna
  • Aðkoma að þróun á stafrænum lausnum
  • Aðkoma að hönnun á notendaviðmóti
  • Teymisvinna innan sviðsins sem og fyrirtækisins
  • Önnur tilfallandi verkefni er tengjast vef- og markaðssviði

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af vefþróunarverkefnum er skilyrði
  • Reynsla af innleiðingu snjallra lausna er æskileg
  • Lágmark 3 ára starfsreynsla í sambærilegu starfi
  • Reynsla af vefstjórn og verkefnastjórn
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
  • Góð enskukunnátta er skilyrði, Norðurlandatungmál og/eða þýska er mikill kostur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Hjalti Már Einarsson, forstöðumaður Vef- og markaðssviðs, hjalti[at]nordicvisitor.com

Umsóknir ásamt ferilskrá berist í síðasta lagi sunnudaginn 6. desember 2015 merkt „Sérfræðingur á vef- og markaðssviði“ á netfangið career[at]nordicvisitor.com. Fullum trúnaði er heitið.