Sérfræðingur á upplýsingasviði
Við leitum að framsæknum sérfræðingi sem mun leiða þróun SharePoint í samvinnu við svið fyrirtækisins og ytri aðila. Auk þess mun viðkomandi veita almenna ráðgjöf og þjónustu innanhúss.
Framundan eru skemmtileg og krefjandi verkefni í SharePoint sem fela í sér endurbætur og virðisaukandi tækifæri til framtíðar.
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. tölvunarfræði eða tengdar greinar
Mjög góð þekking á SharePoint og samþættingu upplýsingakerfa
Reynsla af verkefnastjórnun kostur
Góð íslensku og enskukunnátta
Skipulagshæfni, frumkvæði og mikil þjónustulund
Góðir samskiptahæfileikar og metnaður til að vera hluti af sterkri liðsheild
Sótt er um starfið hjá Hagvangi. Umsóknarfrestur er til 20 ágúst 2019.
Sótt er um starfið hjá Hagvangi, hagvangur.is