Sérfræðingur
Netters er ört vaxandi fyrirtæki sem leitar að klárum sérfræðingum með brennandi áhuga á tækni og tilbúnir til að takast á við áskoranir. Í því felst að taka þátt í að byggja upp og móta ört vaxandi fyrirtæki á sviði netlausna með öðrum mjög öflugum einstaklingum. Netters er Cisco Partner en Cisco er leiðandi á sviði netlausna, netþjóna og í skýjalausnum. Í starfinu felst t.d. hönnun, uppsetning og rekstur á netbúnaði, netþjónum, hugbúnaði, skýjalausnum og þróa áfram tækifæri sem henta viðskiptavinum hverju sinni.
Ef þú þekkir eitthvað af þessum lausnum þá er líklegt að þú passir inn:
• Internetþjónustur – Þekkingu á umhverfum fyrir Internetþjónustur, má þar nefna Cisco ASR9000, ASR900, BGP, OSPF, MPLS, Layer3 VPN og Catalyst svissar svo eitthvað sé nefnt.
• Security – Þekkingur á eldveggjum t.d. Cisco ASA, FirePower, Cisco ISE, Cisco FireAMP og ýmsum útfærslum af VPN.
• Wireless og Mobiltiy – Cisco Wireless lausnum s.s. traditional og Meraki.
• Data Center lausnir – Cisco Nexus 5000 og 9000, Cisco ACI, Virtual Networking, SDN, Storage Networking og þá aðallega NFS.
• Netþjónar – Cisco UCS, VMware, Hyper-V, Storage.
Kröfur:
• CCNA, CCNP og CCIE er mikill kostur, en ef ekki þá komum við þér þangað.
• Forritunarþekking er mikill kostur en ekki nauðsyn.
• Linux þekking er kostur en ekki nauðsyn.
• Geta hugsað út fyrir kassann.
100% trúnaður gildir um alla sem hafa samband. Ef þú hefur áhuga eða vilt kanna hvort að leiðir okkar liggi saman sendu línu á job@netters.is.
Við vinnum úr umsóknum jafn óðum og þær berast. Við getum hugsað okkur að ganga frá einhverjum ráðningum fyrir mánaðarmótin sept/okt 2017 en annars gildir umsóknarfrestur til og með miðvikudeginum 4. október 2017.
Sækja um starf
Umsóknarfrestur er til og með 4. október 2017. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Ingvi Þórisson í tölvupósti á netfanginu gunnar@netters.is. Umsóknir skal senda á job@netters.is. 100% trúnaður gildir með allar umsóknir og allar fyrirspurnir.