Sérfræðingar í Microsoft skýjalausnum

Atmos Cloud 1. Apr 2021 Fullt starf

Sérfræðingar í Microsoft skýjalausnum

Við leitum að sérfræðingum í skýjaþjónustu með frábæra þjónustulund til að taka þátt í teyminu okkar. Við bjóðum frábær störf þar sem unnið er bæði sjálfstætt og í teymi með hressu og skapandi fólki sem vill ná lengra alla daga.
Við leitum að:

Junior sérfræðingum í skýjalausnum

Atmos Cloud junior er meira en bara efnilegur tæknimaður. Hann vill læra allt um skýjalusir og tilbúinn í að leggja mikið á sig til að ná langt á stuttum tíma. Hann hefur óbilandi áhuga á starfinu og mikinn vilja til vaxa í starfi.

Hæfniskröfur

• Lágmark 2 ára reynsla sem kerfisstjóri
• Frábær samskiptafærni í tali og riti
• Áhugi og frumkvæði í starfi
• Mikill vilji til að vaxa í starfi
• Almenn Microsoft þekking

Kostir

• Reynsla á M365 og Azure skýjalausnum
• Reynsla á IT öryggismálum og sjálfvirknivæðingu

Senior sérfræðingum í skýjalausnum

Atmos Cloud senior getur allt, eða mjög nálægt því þegar kemur að skýjalausnum. Það eru 99% líkur á að hann verði 100% á mjög stuttum tíma.

Helstu verkefni

• Öryggislausnir og sjálfvirkni með skýjalausnum (M365 og Azure)
• Innleiðingar skýjalausna (M365 og Azure)
• Hönnun tölvuumhvefa með skýjalausnum/hybrid
• Ráðgjöf til viðskiptavina

Hæfniskröfur

• Hafa tæknilega sýn, frumkvæði og leiðtoga hæfileika
• Frábær samskiptafærni og brennandi áhugi fyrir krefjandi verkefnum
• Djúp þekking og mikil reynsla af rekstri Microsoft 365 og Azure umhverfa
• Reynsla á IT öryggismálum
• Reynsla á sjáfvirknivinnu
• Önnur menntun og/eða reynsla sem nýtist í starfi

Atmos Cloud býður

• Sveigjanlegan vinnutíma með möguleika á vinnu utan skrifstofunnar
• Skemmtilegt og þægilegt vinnuumhverfi með hæfileikaríku fólki
• Fjölbreytt verkefni
• Þetta extra…

Atmos Cloud vinnur að því að skapa fyrirtækjamenningu sem heldur uppi skapandi, sjálfstæðu og ánægðu vinnuafli með hvatningu til heilbrigðs jafnvægis milli vinnu og einkalífs. Við leggjum okkur fram við að vinna vel saman þar sem allir innan hópsins eru jafnir. Við hvetjum til þess að deila þekkingu til annara starfsmanna og fá hana margfalt til baka á gratís. Fyrirtækjapólitík á ekki heima hjá okkur og telst til sóunar.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar um starfið veitir Viðar Þorláksson framkvæmdastjóri Atmos Cloud (vidar@atmos.is). Hægt er að sækja um starfið hér eða senda umsóknir á job@atmos.is með kynningarbréfi og ferilskrá.

Umsóknarfrestur er til og með 30. april 2021. Ráðið verður í starfið sem fyrst.