Sérfræðingar í gervigreind/máltækni

Háskólinn í Reykjavík 10. Oct 2019 Fullt starf

Gervigreindarsetur Háskólans í Reykjavík leitar að metnaðarfullum einstaklingum til að starfa við þróun og gerð talgreina og annarra máltæknilausna. Þróun talgreina gengur út á að beita tölvugreind á stórt gagnsafn af texta og talupptökum. Þær vitvélar sem notaðar eru í verkefninu eru að mestu leyti útfærðar í opnum hugbúnaði. Verkefnin munu ganga út á að safna og útbúa gögn, stilla vitvélarnar/hugbúnaðinn, keyra tilraunir og hanna viðmót fyrir notendur og annan búnað. Störfin eru hluti af átaki til að gera íslensku aðgengilega á starænu formi sem styrkt er af stjórnvöldum. Verkefnið er til 5 ára en ráðningin er til eins árs í senn og með möguleikum á framlengingu en háð áframhaldandi styrkveitingu á hverju ári.

Við leitum að fólki með sérfræðiþekkingu á eftirfarandi sviðum:

A – Gagnasöfnun og undirbúningur texta- og hljóðgagna fyrir talgreiningu.

Starfið gengur út á söfnun og undirbúning texta- og hljóðgagna fyrir talgreiningu. Gögnum er annaðhvort safnað í gegnum vefviðmót og snjallsíma eða fengin hjá samstarfsaðilum. Þeim þarf að koma á rétt form með hjálp gagnagrunnsaðferða og móta með hjálp skrifta og stillingar á hugbúnaði.
Hæfnikröfur:

  • BSc gráða í tölvunarfræði eða sambærilegu eða menntun í máltækni
  • Góð þekking á Linux er æskileg
  • Góð forritunarkunnátta (t.d. Java, Python, JavaScript)
  • Reynsla af hugbúnaðargerð fyrir vefinn æskileg (t.d. HTML5, AngularJS eða sambærilegt)
  • Reynsla af prófunardrifinni hugbúnaðargerð æskileg
  • Reynsla af meðhöndlun gagna í SQL gagnagrunni æskileg

B – Þróun og þjálfun á talgreini með hugbúnaðinum Kaldi

Starfið gengur út á að beita opnum hugbúnaði á stór texta- og hljóðgagnasöfn til þess að þróa og þjálfa talgreina. Hugbúnaðurinn sem notaður er í verkefninu heitir Kaldi sem krefst góðrar kunnáttu á Linux stýrikerfinu og þeim tólum sem það hefur upp á að bjóða. Starfið krefst þess að búa til stærðfræðileg líkön og prófa.
Hæfnikröfur:

  • BSc/MSc gráða í stærðfræði, tölfræði, verkfræði, tölvunarfræði eða sambærilegu er æskileg
  • Þekking á stærfræðilegri líkanagerð er æskileg (t.d. diffurjöfnur, tauganet, línuleg kerfi)
  • Góð kunnátta á Linux er nauðsynleg
  • Þekking á skeljaskriftum er æskileg (bash, awk, sed)
  • Góð forritunarkunnátta er nauðsynleg (t.d. C++, Java eða Python)

Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2019.
Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um Mál- og raddtæknisetur HR (e. Language and voice lab) á www.lvl.ru.is
Tengiliður innan Háskólans í Reykjavik er Eydís Huld Magnúsdóttir, eydishm@ru.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknarfrestur er til og með 20. október 2019. Umsóknum skal skilað í gegnum ráðningarvef Háskólans í Reykjavík: radningar.hr.is Tengiliður innan Háskólans í Reykjavik er Eydís Huld Magnúsdóttir, eydishm@ru.is