SÉRFRÆÐINGUR Í VEFUMSJÓN Á SÖLU- OG MARKAÐSSVIÐI ICELANDAIR
Laust er til umsóknar starf sérfræðings í vefteymi dreifikerfadeildar á sölu- og markaðssviði Icelandair. Helsta hlutverk deildarinnar er að annast rekstur á viðamikilli vefsölu Icelandair á 20 vefsvæðum á 11 tungumálum. Starfsmaður vinnur náið með stjórnendum í stöðugri þróun vefsvæða Icelandair.
STARFSSVIÐ:
Dagleg umsjón, efnisinnsetning, textavinna og uppfærsla vefsöluherferða og myndefnis
Aðstoð við þróun og samþættingu á vefjum með það að markmiði að efla og bæta notendaviðmót og hönnun
Unnið er í VYRE CMS vefumsjónarkerfi Icelandair
Vinnsla myndefnis og hönnunar, eins og til dæmis í Photoshop
Samskipti við erlend sölusvæði Icelandair, teymisvinna og samvinna bæði innan
fyrirtækis og utan
Önnur tilfallandi verkefni er tengjast deildinni
HÆFNISKRÖFUR:
Háskólapróf sem nýtist í starfi
Góð fagleg þekking á vefmálum er nauðsynleg
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu og þekkingu á vefumsjónarkerfum, HTML (5), CSS og JavaScript
Kunnátta og reynsla af vef- og útlitshönnun sem og þekking á hugbúnaðarþróun
Reynsla af innleiðingu nýjunga í vefþróun er æskileg
Góð íslensku- og enskukunnátta sem og færni í að vinna með texta á íslensku og ensku
Lögð er áhersla á vönduð og sjálfstæð vinnubrögð ásamt hæfni til að vinna í hóp. Við leitum að áhugasömum einstaklingi sem hefur jákvætt hugarfar, ríka þjónustulund og gott viðmót. Við bjóðum spennandi og krefjandi starf í tæknilegu og síbreytilegu starfsumhverfi þar sem öryggi, áreiðanleiki og hágæðavinnubrögð eru höfð að leiðarljósi.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. nóvember 2014.
Nánari upplýsingar veita:
Árni Sigurðsson I arni@icelandair.is
Pétur Ómar Ágústsson I starf@icelandair.is
Umsók á vef Icelandair: www.icelandair.is/umsokn