Sérfræðingur í netmarkaðssetningu
Staða Sérfræðings í netmarkaðssetningu er laus hjá Iceland Travel
Helstu verkefni:
- Umsjón með markaðssetningu á netinu
- Utanumhald á herferðum fyrir keyptar auglýsingar
- Umsjón með leitarvélabestun, SEO, í samvinnu við vefstjóra
- Náin samvinna með samfélagsmiðlateymi og markaðsaðgerðir á þeim miðlum
- Ábyrgð á markaðsfé til uppbyggingar vefmarkaðssetningar
- Öll almenn greining og eftirfylgni vegna netmarkaðssetningar
Hæfniskröfur:
- Menntun sem nýtist í starfi
- Mikil þekking á Google umhverfinu (Adwords, Analytics, Tag Manager etc.)
- Þekking og reynsla af alþjóðlegri markaðssetningu á netinu er skilyrði
- Nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Hafa gaman af því að vinna í hópi með sameiginleg markmið að leiðarljósi
- Gott skipulag og tímastjórnun er nauðsynleg
Iceland Travel er leiðandi ferðaskrifstofa við móttöku á erlendum ferðamönnum til Íslands. Auk þess rekum við öfluga ráðstefnu- og viðburðaþjónustu á innanlandsmarkaði. Hjá fyrirtækinu starfa um 140 manns og við erum stolt af því að vera það ferðaþjónustufyrirtæki sem hefur burði og þekkingu til að leysa verkefnin með viðskiptavinum okkar, hver svo sem þau eru, af öllum stærðargráðum.
Iceland Travel er dótturfyrirtæki Icelandair Group.
Nánari upplýsingar veita Ragnheiður Valdimarsdóttir, mannauðsstjóri (ragnheidurv@icelandtravel.is) og Hjörvar Sæberg Högnason (hsh@icelandtravel.is), forstöðumaður markaðsdeildar Iceland Travel.
Umsóknir óskast sendar á netfangið umsoknir@icelandatravel.is merkt "Sérfræðingur í netmarkaðssetningu" fyrir 11. júní 2015