Sérfræðingur í markaðsviðskiptum í upplýsingatækni
Íslandsbanki leitar eftir öflugum aðila til starfa við hugbúnaðarþróun á sviði Markaðsviðskipta. Markaðslausnir er deild innan Hugbúnaðarlausna sem er m.a. ábyrg fyrir lausnum á sviði markaðsviðskipta (verðbréfa og gjaldeyrismiðlun, fyrirtækjaráðgjöf og greining). Þróunarteymið starfar eftir Scrum aðgerðafræði við hugbúnaðarþróun og leggur mikla áherslu á gæði og notagildi hugbúnaðar. Við leitum að metnaðarfullum einstaklingi sem hefur frumkvæði og gæðahugsun að leiðarljósi og brennandi áhuga á að starfa með öflugum og skemmtilegum hópi að krefjandi verkefnum.
Helstu verkefni:
• Greining, hönnun, þróun og innleiðing hugbúnaðar
• Virk þátttaka í Scrum fræðum og viðburðum með teyminu
• Verkefnatengd þjónusta við viðskiptavini og ráðgjöf
Þekking og reynsla:
• Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun
• Góð þekking og reynsla af forritun í .Net (WCF, WPF) og SQL Server
• Þekking á verðbréfa-, gjaldeyris- og afleiðuvörum mikill kostur
• Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
• Þekking á Python, WebMethods, Oracle og Sybase er kostur
• Þekking og metnaður til að starfa eftir Agile aðferðafræði
• Reynsla af starfi hjá fjármálafyrirtæki æskileg
Nánari upplýsingar veitir Bjarki Snær Bragason, bjarki.snaer.bragason@islandsbanki.is, sími 844 4258. Tengiliður á Mannauðssviðier Ásta Sigríður Skúladóttir, asta.sigridur.skuladottir@islandsbanki.is, sími 440-4186. Umsóknir óskast fylltar út á www.islandsbanki.is og sendar ásamt ítarlegri ferilskrá. Umsóknarfrestur er til og með 9. nóvember nk.
Við bjóðum góða þjónustu. Hjá Íslandsbanka starfa um 1000 starfsmenn. Við sækjumst eftir starfsfólki sem er jákvætt, faglegt og framsýnt og leitar ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini bankans. Framtíðarsýn Íslandsbanka er að vera númer eitt í þjónustu