Sérfræðingur í hugbúnaðarstýringu
Vodafone útvistar hluta af sinni hugbúnaðarvinnu, en reiðir sig á öfluga starfsmenn til þess að hanna og útfæra hugbúnaðarlausnir og vinna með aðkeyptum verktökum. Starf sérfræðings í hugbúnaðarstýringu felur í sér þátttöku í krefjandi og fjölbreyttum og þverfaglegum verkefnum.
Menntunar- og hæfniskröfur
– Háskólapróf í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærilegt nám
– Reynsla af greiningu, hönnun, forritun og innleiðingu hugbúnaðar
– Þekking á Java, .NET, MS CRM, MS SharePoint og/eða sambærilegu umhverfi
– Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og þjónustulund
– Áhugi og metnaður í starfi
Umsóknarfrestur er til og með 17. mars næstkomandi. Áhugasamir eru beðnir um að sækja um á www.vodafone.is/storf. Nánari upplýsingar veitir Árdís Björk Jónsdóttir deildarstjóri hugbúnaðarstýringar, ardisj@vodafone.is