Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun

Landsbankinn 16. Jan 2012 Fullt starf

Upplýsingatæknideild Landsbankans leitar að öflugum liðsmönnum til að styrkja hugbúnaðarþróun bankans.

Við viljum ráða sérfræðinga sem sjá möguleikana í að nýta nýjustu tækni við hugbúnaðarþróun fyrir Landsbankann, s.s. fyrir fartæki (mobile). Landsbankinn er leiðandi
í nýjustu tækni og býður nú hugmyndaríkum hugbúnaðarsérfræðingum að bætast í hópinn til að bankinn verði enn betur í stakk búinn að mæta kröfum nýrra tíma. Markmið okkar er að auka ánægju viðskiptavina með notendavænum hugbúnaði.

Meðal verkefna er að treysta innviði hugbúnaðarkerfa bankans, endurhögun kerfa og umhverfis, greining, hönnun, forritun og prófun á þeim hugbúnaði sem þróaður er hjá Landsbankanum. Einnig má nefna þróun einingaprófana, kóðarýni og skjölun ásamt þátttöku í gerð verkáætlana.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun á sviði kerfisfræði, tölvunarfræði, tækni- eða verkfræði
  • Reynsla af forritun í C# og notkun Visual Studio
  • Þekking á gagnagrunnskerfum er kostur
  • Frumkvæði, fagmennska og færni í mannlegum samskiptum er mikilvæg
  • Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð

Hjá Upplýsingatæknideild Landsbankans byggjum við á öflugri liðsheild, höfum innleitt Agile og notum m.a. Scrum, Kanban og prófanadrifna hugbúnaðargerð (TDD).


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veita Birna Íris Jónsdóttir, deildarstjóri UT hugbúnaðar, í síma 410 7081 og Berglind Ingvarsdóttir hjá Mannauði (berglind.ingvarsdottir@landsbankinn.is) í síma 410 7914. Umsókn merkt „Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun” fyllist út á www.landsbankinn.is. Umsóknarfrestur er til og með 20. janúar nk.