Sérfræðingur á sviði upplýsingatækni
Greiðsluveitan óskar eftir að ráða öflugan sérfræðing á sviði upplýsingatækni og greiðslumiðlunar. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni tengd úttektum, prófunum og rekstri greiðslumiðlunarkerfa.
Starfssvið:
Úttektir á hugbúnaði viðskiptavina Greiðsluveitunnar
Framkvæmd prófana og viðhald prófunarlýsinga fyrir kerfi Greiðsluveitunnar
Samskipti við viðskiptavini og þjónustuveitendur
Aðstoð við daglegan rekstur greiðslumiðlunarkerfa
Menntunar og hæfiskröfur:
Tölvunarfræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi
Reynsla og/eða mikill áhugi á hugbúnaðarprófunum
Reynsla af rekstri upplýsingatæknikerfa er kostur
Góðir samskiptahæfileikar og hæfni til að vinna í hóp
Frumkvæði, nákvæmni og ögun í vinnubrögðum áskilin
Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um!
Greiðsluveitan er sjálfstætt rekið einkahlutafélag í eigu Seðlabanka Íslands. Tilgangur félagsins er að starfrækja greiðslukerfi og önnur þjónustukerfi tengd greiðslumiðlun fyrir banka og önnur fjármálafyrirtæki.
Hjá Greiðsluveitunni starfa nú þrettán sérfræðingar sem sinna margvíslegum verkefnum af ýmsum toga.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Logi Ragnarsson framkvæmdastjóri, netfang logi@greidsluveitan.is, sími 458 0000. Áhugasamir eru beðnir um að senda umsókn á starfsumsokn@greidsluveitan.is Umsóknarfrestur er til 25. febrúar nk.