Sérfræðingur í stafrænum ferlum
Við leitum að öflugum einstaklingi í starf sérfræðings á sviði stafrænna ferla. Um er að ræða nýtt og spennandi starf í metnaðarfullu teymi sérfræðinga og kemur réttur aðili til með að þróa starfið í samvinnu við forstöðumann. Viðkomandi þarf að vera árangursdrifinn, sjálfstæður í vinnubrögðum og með brennandi áhuga á stafrænni þróun.
Við leitum að einstaklingi með:
- háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- umbótahugsun, reynslu af greiningum á ferlum og bætingu þeirra.
- þekkingu og/eða reynslu af vinnu með hugbúnað við gerð stafrænna ferla.
- framúrskarandi samskiptahæfni og metnað til að ná árangri.
- hæfni til að leiða og stýra umbótavinnu með skilvirkum hætti.
- þekkingu og reynslu á breytingastjórnun.
Starfið felur meðal annars í sér:
- sjálfvirknivæðingu ferla (Robotics).
- greiningu og mat á ferlum og þróun þeirra yfir í stafrænt umhverfi.
- stjórnun verkefna, framsetningu og kynningu þeirra.
- þátttöku í öðrum verkefnum á sviði stafrænna lausna.
Nánari upplýsingar veitir Svali Björgvinsson, forstöðumaður stefnumótunar og viðskiptaþróunar svali.bjorgvinsson@sjova.is.
Umsóknarfrestur er til og með 24. júní nk.
Hjá Sjóvá starfar sterkur og skemmtilegur hópur fólks sem kappkostar að veita viðskiptavinum afburðaþjónustu.Kannanir sýna að starfsánægja hjá Sjóvá er með því allra mesta sem mælist hérlendis. Sjóvá er efst tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni. Við gleðjumst yfir því að viðskiptavinir okkar séu ánægðari.
Sækja um starf
Allar umsóknir skulu berast í gegnum umsóknareyðublað.