Sér­fræðingur í sta­f­rænum ferlum

Sjóvá 12. Jun 2019 Fullt starf

Við leitum að öfl­ugum ein­stak­lingi í starf sér­fræðings á sviði sta­f­rænna ferla. Um er að ræða nýtt og spenn­andi starf í metnaðarfullu teymi sér­fræðinga og kemur réttur aðili til með að þróa starfið í sam­vinnu við for­stöðumann. Viðkom­andi þarf að vera ár­ang­urs­drif­inn, sjálf­stæður í vinnu­brögðum og með brenn­andi áhuga á sta­f­rænni þróun.

Við leitum að ein­stak­lingi með:

  • háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • umbótahugsun, reynslu af greiningum á ferlum og bætingu þeirra.
  • þekkingu og/eða reynslu af vinnu með hugbúnað við gerð stafrænna ferla.
  • framúrskarandi samskiptahæfni og metnað til að ná árangri.
  • hæfni til að leiða og stýra umbótavinnu með skilvirkum hætti.
  • þekkingu og reynslu á breytingastjórnun.

Starfið felur meðal ann­ars í sér:

  • sjálfvirknivæðingu ferla (Robotics).
  • greiningu og mat á ferlum og þróun þeirra yfir í stafrænt umhverfi.
  • stjórnun verkefna, framsetningu og kynningu þeirra.
  • þátttöku í öðrum verkefnum á sviði stafrænna lausna.

Nán­ari upp­lýs­ingar veitir Svali Björg­vins­son, for­stöðumaður stefnu­mót­unar og viðskiptaþró­unar svali.bjorgvinsson@sjova.is.

Um­sókn­ar­frestur er til og með 24. júní nk.

Hjá Sjóvá starfar sterkur og skemmti­legur hópur fólks sem kapp­kostar að veita viðskipta­vinum af­burðaþjón­ustu.Kann­anir sýna að starfs­ánægja hjá Sjóvá er með því allra mesta sem mæl­ist hér­lendis. Sjóvá er efst trygg­inga­fé­laga í Íslensku ánægju­vog­inni. Við gleðjumst yfir því að viðskipta­vinir okkar séu ánægðari.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Allar umsóknir skulu berast í gegnum umsóknareyðublað.