Senior forritari
Við leitum að mögnuðum senior forritara með reynslu af því að stýra öflugu teymi forritara hjá Sendiráðinu. Við störfum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og leitum að einstakling með góða þekkingu og reynslu í .NET umhverfinu og með brennandi áhuga á forritun sérlausna. Skilyrði er að elska það sem þú gerir!
Hæfniskröfur
- Metnaður, frumkvæði, stjórnunarhæfileikar og óbilandi áhugi á árangri
- Reynsla af stjórnun hópa í hugbúnaðargerð
- Háskólamenntun í tölvunarfræði og lágmarks 5 ára reynsla af forritun skilyrði
- Þekking á C#, .NET og Javascript
Helstu verkefni
- Stjórna öflugum hóp forritara í þróun krefjandi hugbúnaðarverkefna
- Leiða þróun hugbúnaðar og veflausna Sendiráðsins og taka þátt í þróun á framtíðarverkefnum
- Umsjón stærri verkefna í samvinnu við verkefnastjóra
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Umsóknir skal senda á hallo@sendiradid.is sem fyrst. Við bíðum spennt:)
Ef þig vantar nánari upplýsingar sendu þá á agusta@sendiradid.is