Salesforce sérfræðingur
Ert þú ráðagóður hugbúnaðarsérfræðingur með áhuga á ráðgjöf og þróun viðskiptatengslakerfa?
Advania leitar að kappsömum hugbúnaðarsérfræðing til að starfa við CRM ráðgjöf og þróun á Salesforce umhverfinu og tengdum lausnum.
Starfssvið
Starfið felst í að veita viðskiptavinum Advania ráðgjöf og aðstoða þá við uppsetningu, aðlögun og hugbúnaðarþróun í Salesforce-umhverfinu. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af þróun eða ráðgjöf á CRM-kerfum, skýjaumhverfi, hraðþróunarumhverfi eða aðra þekkingu sem nýtist í starfinu.
Salesforce-hópur Advania starfar með mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins að viðskiptaferlum og stafrænum umbótum. Við bjóðum upp á fjölbreytt og spennandi verkefni sem snerta á helstu og mikilvægustu viðskiptaferlum þessara fyrirtækja.
Hugbúnaðarlausnir Advania
Hugbúnaðarlausnir Advania sérhæfa sig í ráðgjöf og þróun á lausnum sem tengjast stafrænni vegferð fyrirtækja og opinberra aðila. Verkefnin eru að ýmsum toga en markmið lausnanna er að nýta tæknina til þess að styðja við ferla viðskiptavina með snjöllum hætti
Ef þú ert með bakgrunn í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði þá hvetjum við þig til að sækja um. Við bjóðum uppá spennandi og gott vinnuumhverfi með fjölbreyttum verkefnum og tækifærum.
Þekking og reynsla
- Menntun á sviði tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði, viðskiptafræði m. tölvunarfræði sem aukagrein eða önnur menntun/reynsla sem nýtist í starfi
- Reynsla af ráðgjöf, forritun, hugbúnaðargerð og aðlögun viðskiptaferla er kostur
- Þekking og reynsla af forritun og þróun á Salesforce umhverfinu eða sambærilegum lausnum er kostur
- Þekking af þróun í .NET C#, Java, Javascript, HTML, CSS, SQL er kostur
- Þekking og reynsla af þróun í React er kostur
- Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og færni í teymisvinnu
- Góð yfirsýn og geta til að vinna undir álagi
- Þjónustulund og góð samskiptahæfni
Vinnustaðurinn Advania
Vinnustaðurinn er fjölskylduvænn, lifandi og skemmtilegur. Áherslan á að vera einn besti vinnustaður landsins kemur best fram í vinnustaðagreiningum sem hafa sýnt mikla ánægju starfsfólks um árabil. Advania hefur markað sér fjarvinnustefnu og stendur starfsfólki til boða að vinna að hluta til í fjarvinnu. Í höfuðstöðvum okkar í Guðrúnartúni er svo boðið upp á mat í glæsilegu mötuneyti, góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi – bæði fyrir starfsfólk og stuttfætta gesti.
Advania hefur markað sér bæði jafnréttisstefnu og sjálfbærnistefnu. Við leggjum mikla áherslu á fjölbreytileika og jafnrétti og hlaut Advania jafnlaunavottun árið 2018 fyrst íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja. Einnig fylgjumst við grannt með okkar kolefnisspori, aðfangakeðju og áhrifum okkar á samfélagið og setjum okkur háleit markmið um úrbætur.
Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressu samstarfsfólki, þá finnurðu það hjá okkur. Gildi Advania eru snerpa, ástríða og hæfni.
Ferli ráðninga
- Tekið á móti umsóknum til 30. nóvember
- Yfirferð umsókna
- Boðað í fyrstu viðtöl
- Boðað í seinni viðtöl
- Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
- Öflun umsagna / meðmæla
- Ákvörðun um ráðningu
- Öllum umsóknum svarað
Starfsfólk mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Stefán Már Melstað, deildarstjóri Ferla og greindar, stefan.mar.melstad@advania.is, S: 4409000
Sækja um starf
Sótt er um starfið á vef Advania https://advania.is/vinnustadurinn/laus-storf/