Salesforce Ráðgjafi

Deloitte ehf. 18. Sep 2017 Fullt starf

Viltu hafa áhrif?
Deloitte leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á upplýsingatækniþjónustu og ráðgjöf til að taka þátt í uppbyggingu á þjónustulínunni hjá Deloitte. Hjá Deloitte á heimsvísu eru um 4000 Salesforce ráðgjafar með um 3000 Salesforce vottanir sem starfa fyrir viðskiptavini eins og AMEX og Ebay. Deloitte hefur einnig verið tilnefnt af Gartner sem “Leader in CRM & Customer Experience Implementation Services” fjórða árið í röð í “Magic Quadrant” greiningu sinni á CRM ráðgjafa fyrirtækjum.
Upplýsingatækniráðgjafar Deloitte vinna náið með fyrirtækjum hérlendis og erlendis að úrlausn krefjandi verkefna.

Helstu verkefni:

  • Ráðgjöf og þjónusta til viðskiptavina
  • Uppsetningar, breytingar og viðhald á Salesforce lausnum viðskiptavina
  • Greining og úrlausn verkefna

Hæfniskröfur:

  • Yfirgripsmikil reynsla af uppsetningu og rekstri Salesforce lausna kostur
  • Salesforce vottanir kostur
  • Þekking og reynsla af öðrum CRM lausnum eins og MS CRM, SAP CRM & Siebel
  • Þekking og reynsla á Salesforce aðferðafræði við þróun og innleiðingar (Agile & Skrum)
  • Framúrskarandi hæfileikar í mannlegum samskiptum
  • Geta til að tjá sig í ræðu og riti, á íslensku og ensku, eitt Norðurlandamál er kostur
  • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð
  • Frumkvæði, samstarfshæfni og rík þjónustulund
  • Brennandi áhugi á upplýsingatækni
  • Óbilandi metnaður til að ná árangri
  • Menntun sem nýtist í starfi

Við viljum fólk sem hefur metnað til þess að takast á við spennandi verkefni í upplýsingatækniþjónustu og ráðgjöf, getur unnið sjálfstætt, tekið frumkvæði í krefjandi verkefnum og vill starfa í alþjóðlegum verkefnum sem unnin eru í nánum tengslum við Deloitte á Norðurlöndunum.
Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skila í gegnum heimasíðu Deloitte, www.deloitte.is, fyrir 1. október 2017.
Nánari upplýsingar veitir Harpa Þorláksdóttir mannauðsstjóri, harpa@deloitte.is.


Sækja um starf