Ruby/Python forritari og foosball hetja
Ert þú klár, drífandi, hugmyndaríkur en umfram allt skemmtilegur? Frumkvöðlafyrirtækið Transmit leitar að forriturum í fullt starf. Um er að ræða bæði fram og bakenda forritun.
Hæfniskröfur:
- Fáránlega fær forritari
- Reynsla af notkun Linux og vefforritun í Ruby on Rails, Python eða Django hjálpar
- Háskólamenntun á sviði tölvunar-, verk-, eðlis- eða stærðfræði
Í boði fyrir rétta einstaklinginn:
* Samkeppnishæf laun
* Sveigjanlegur vinnutími
* Snjallsími að eigin vali
* Kassi af bjór
* Kíló af beikoni!
* Kaupréttir
* Skemmtilegt starfsumhverfi
* Vikuleg fússball mót
* Þátttaka í uppbyggingu á ört stækkandi fyrirtæki með háleit markmið
Transmit er ungt hugbúnaðarfyrirtæki í hröðum vexti sem hefur hlotið styrki frá Rannís og fjárfestingu frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins. Transmit býr til hugbúnað fyrir markaðsfólk sem seldur er í áskrift á alþjóðlegum markaði. Vörur fyrirtækisins nefnast www.brandregard.com, www.smelltu.is og www.augsyn.is.
Umsóknir og ferilskrár skulu berast á atvinna@transmit.is