Reyndur forritari – lead programmer
Framtíðarstarf
Vilt þú gera nám aðgengilegt fyrir alla?
Langar þig að móta framtíðina og þróa lausn sem snertir líf fólks?
Skákgreind er öflugur tæknisproti sem nýlega hlaut Vaxtar styrk hjá Tækniþróunarsjóði Rannís.
Viðtökur við gervigreindrar vefsíðu fyrir einstaklingsmiðað nám, hafa farið framúr björtustu vonum. Framundan er spennandi tími þar sem unnið er með samstarfsaðilum að því að endurbæta lausnina og næstu skref tekin í þróuninni. Vefurinn nálgast hvern notanda eins og hann er. Við mælum upplifun, áhuga og athygli og lítum á það sem okkar ábyrgð að hver og einn tengi við námsefnið.
Við leitum að öflugum forriturum (lead/senior programmer), sem hafa ástríðu fyrir forritun og áhuga á að vinna sem hluti af samhentu teymi.
Þú átt auðvelt með að vinna sjálfstætt og taka frumkvæði í hugbúnaðarvinnu.
Starfið snýst um þróun kennsluhugbúnaðar, sem nýtir gervigreind til einstaklingsbundinnar kennslu, með það að markmiði að gera upplifun notenda sem ánægjulegasta og skilvirkasta.
Hugbúnaðurinn er þróaður eftir agile aðferðarfræði í öflugu samstarfi við innlenda aðila, sem veita endurgjöf og taka þátt í notendaprófunum.
Um er að ræða framtíðarstarf.
Kostir/Tækifæri
- Vinna við hönnun nýs hugbúnaðarkerfis, hugbúnaðarþróunar með áherslu á vefhluta (lead/senior programmer)
- Reynsla eða áhugi á gervigreindarforritun
- Tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á líf notenda um allt land og gera upplifun þeirra af fræðslu ánægjulega.
- Tækifæri til að vera hluti af öflugum hópi sem hefur brennandi áhuga á forritun og því að bæta aðgengi allra að námi. Þverfaglega teymið okkar þróar vefsíðu sem veitir rými og hvatningu. Hún bregst við, ef nemandanum líður ekki vel og eflir frumkvæði nemandans. Við tökum á móti hverjum nemanda eins og hann er klæddur.
Hæfniskröfur:
- Vönduð vinnubrögð með áherslu á skalanlegan kóða
- Áreiðanleiki og drifkraftur
- 2+ ára reynsla af forritun (helst 5+)
- Reynsla af kerfishönnun
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Þekking á agile aðferðarfræði
Gott að kunna:
- Reynsla af hönnun hugbúnaðarkerfa og að vera lead programmer
- Reynsla og vilji til að vinna við full stack hugbúnaðarþróun
- Reynsla af .NET, C#
- Áhugi og þekking á gervigreind með áherslu á djúp tauganet (e. deep learning)
- Reynsla eða áhugi á Blazor
- Reynsla af AWS skýjalausnum
- Reynsla af docker containers
- Áhugi og þekking á gervigreind með áherslu á djúp tauganet (e. deep learning)
Helstu verkefni:
- Forritun á kennsluveflausn Skákgreindar. Við erum komin með lausn sem stenst væntingar notenda. Næstu skref eru að klára AWS uppsetningu, vinna úr endurgjöf frá notendum og taka næstu skref í þróuninni.
- Vinna úr upplýsingum og endurgjöf sem fást við notendaprófunanir.
- Taka þátt í hugmyndavinnu og áframhaldandi þróun með samstarfsaðilum.
- Ef áhugi er fyrir hendi, þátttaka í þróun á gervigreindarhluta lausnarinnar, djúp tauganet.
Um okkur:
Skákgreind ehf. er framsækið 3. ára sprotafyrirtæki. Við höfum stuðning Rannís og annarra aðila til að þróa lausn, sem er sérstaklega aðgengileg notendum, ekki síst þeim sem tengja ekki við framsetningu á námi í dag. Í rannsóknarhlutanum leggjum við áherslu á þverfaglega nálgun.
Við erum með mörg öflugustu fyrirtæki og stofnanir landsins ásamt skólum um allt land sem samstarfsaðila. Við erum með öflugt fólk, sem hefur ástríðu og metnað fyrir því að skila af sér vel forrituðum og skjöluðum kóða sem auðvelt er að viðhalda og bæta við.
Við leggjum áherslu á jákvætt vinnuandrúmsloft og lausnamiðað hugarfar og erum með mjög virka skemmtinefnd sem skipuleggur reglulega sameiginlega viðburði og gerum reglulega eitthvað skemmtilegt saman í hádeginu.
Sækja um starf
Vinsamlegast sendið ferilskrá til ceo@skakgreind.is
Umsóknarfrestur er til 20.09.2020
Við hvetjum þig til að senda umsókn til okkar sem fyrst.
Þú ert reynslumikill tölvunar- eða verkfræðingur.
Við erum með þverfaglegt teymi. Hjá okkur starfa tölvunar- og verk- og stærðfræðingar, en líka sérfræðingar í gerð kennsluefnis og atferlissálfræði. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þú hefur brennandi áhuga á viðfangsefninu og langar að ganga til liðs við okkur – vegna aukinna verkefna munum við halda áfram að bæta við okkur mannskap m.a. um áramótin.