Rekstrarstjóri upplýsingatækni
Við leitum að öflugum einstaklingi til að vinna með okkur að hagkvæmum og öruggum rekstri upplýsingatæknikerfa. Rekstrarstjóri er umsjónarmaður með útvistun tækniinnviða og sinnir eftirliti með samningum við hýsingaraðila. Starfið heyrir undir forstöðumann upplýsingatæknisviðs.
Við leitum að einstaklingi með:
- háskólapróf í verkfræði, tölvunarfræði, viðskiptafræði eða tengdum greinum
- mikla þekkingu og reynslu af kerfisrekstri í upplýsingatækni
- þekkingu á ISO 27001 upplýsingaöryggis-staðli
- reynslu af innleiðingu og viðhaldi á öryggismálum í upplýsingatækni
- þekkingu og reynslu af verkefna-, öryggis- og/eða gæðastýringu
- þekkingu og reynslu af Microsoft samninga og leyfismálum
- kostnaðarvitund og mikla færni í samningatækni
- getu til að vinna sjálfstætt, framúrskarandi samskiptahæfileika og hæfni til að vinna í teymi
- skapandi hugsun og hæfni til að koma hugmyndum sínum á framfæri
Starfið felur meðal annars í sér:
- umsjón með samskiptum við hýsingaraðila og birgja
- vöktun á upplýsingakerfum og mælikvörðum sem snúa að rekstri upplýsingakerfa
- greiningu á dagbókum og viðbrögð við villum
- verkefnastjórn tengd upplýsingaöryggismálum í samstarfi við hýsingaraðila
- stjórnun viðbragða við rekstraratburðum og öryggisatburðum
- upplýsingagjöf til stjórnenda og starfsfólks varðandi upplýsingaöryggismál
Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Nánari upplýsingar veitir Birna Íris Jónsdóttir, forstöðumaður upplýsingatæknisviðs, birna.jonsdottir@sjova.is. Umsóknarfrestur er til og með 3. febrúar nk