Ráðgjafi

Kansas 13. Jun 2013 Fullt starf

Viltu koma til Kansas?
Við leitum að ráðgjafa

Viltu vinna í sameinuðum heimi netsins og markaðsmála? Viltu vinna með fjölbreyttum og leiðandi fyrirtækjum við að bæta árangur þeirra með markaðssetningu á netinu? Ef svo er höfum við viðskiptavinina, tækifærin og starfsumhverfið til að láta það gerast.

Sem ráðgjafi hjá Kansas vinnur þú með fyrirtækjum við að skapa, móta og vinna eftir strategíu til að bæta árangur þeirra í markaðssetningu á netinu. Hvort sem það snýr að því að bæta sýnileika vefsíðu á leitarvélum, nýtingu samfélagsmiðla í markaðsstarfi, árangursgreiningu á netmarkaðsaðgerðum, þá er það verkefni þitt að veita frábæra þjónustu. Þar sem við vinnum í síbreytilegu umhverfi tekur þú einnig þátt í stöðugri þróun Kansas og um leiða að veita enn betri þjónustu og verða ennþá skemmtilegri vinnustaður.

Ef þú býrð yfir eftirfarandi:
Reynslu af netmarkaðsmálum
Jákvæðri samskiptahæfni
Frumkvæði í vinnubrögðum
Þekkingu á Google AdWords
Þekkingu á Google Analytics
Reynslu af rekstri samfélagsmiðla
Reynslu af leitarvélabestun
Menntun sem nýtist í starfi

Þá getum við boðið þér:
Gott starfsumhverfi
Frábæra viðskiptavini
Krefjandi verkefni
Tækifæri til að vaxa


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlegast sendið umsóknir með upplýsingum um nám og starfsreynslu á andri@kansas.is. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.