QA Engineer

Arion banki 16. Feb 2021 Fullt starf

QA Engineer á upplýsingatæknisvið

Við leitum að öflugum aðila í starf QA Engineer á upplýsingatæknisvið Arion banka. QA Engineer sér um að skrifa og viðhalda sjálfvirkum kerfisprófunum ásamt því að taka þátt í vöruþróun með hefðbundnum notenda- og virkniprófunum.

Helstu verkefni

• Ábyrgð á umfangi og framkvæmd prófana með áherslu á sjálfvirkar prófanir

• Aðkoma að greiningar- og hönnunarvinnu

• Greining á villum og eftirfylgni á úrlausnum þeirra

• Greining og betrumbætur á testumhverfi

• Samstarf við aðra hugbúnaðarsérfræðinga, verkefnastjóra og notendur kerfa

• Ábyrgð á framkvæmd og skipulagningu notendaprófana

Hæfniskröfur

• Háskólamenntun á sviði tölvunar-, kerfis-, verkfræði eða önnur sambærileg menntun

• Reynsla af þróun og prófun hugbúnaðar

• Reynsla af Test Automation er æskileg

• Þekking á Agile og Scrum aðferðafræðinni er kostur

• Þekking á MS SQL og Jira/Team Foundation Server æskileg

• Þekking á Microsoft C# er kostur

• Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð

• Góðir samskiptahæfileikar og áhugi á teymisvinnu

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helga Tryggvadóttir, technical lead prófana í hugbúnaðarþróun (helga.tryggvadottir@arionbanki.is) og Brynja B. Gröndal, mannauðsstjóri(brynja.grondal@arionbanki.is).

Umsóknarfrestur er til og með 26. febrúar 2021.

Fullum trúnaði er heitið og öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

,,Arion banki er skráður á aðallista Nasdaq Iceland og Nasdaq Stockholm. Jafn réttur kvenna og karla til starfa er okkur hjartans mál. Arion banki er jafnlaunavottaður en það felur í sér formlega staðfestingu á því að fagleg vinnubrögð séu til staðar við ákvörðun launa og að starfsfólki í jafn verðmætum störfum sé ekki mismunað.“


Sækja um starf