Prófari

Rue de Net 7. Jan 2022 Fullt starf

Vegna aukinna verkefna og umsvifa leitum við að metnaðarfullum og drífandi einstaklingum til þess að starfa með okkur. Ef þú hefur áhuga á að vinna á líflegum vinnustað, í framlínu tæknibreytinga og takast á við spennandi verkefni þá erum við að leita að þér.

Rue de Net er hugbúnaðarhús í upplýsingatækni sem aðstoðar framúrskarandi fyrirtæki við val og innleiðingu á viðskipta- og verslunarlausnum. Rue de Net er á fullri ferð með viðskiptavinum sínum úr skápnum í skýið, með því að bjóða nýjustu tækni, gæðavörur og persónulega þjónustu.

Rue de Net býður upp á frábært vinnuumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og starfsaðstöðu á besta stað í bænum. Hjá Rue de Net munt þú starfa í hópi sérfræðinga sem nálgast verkefni sín með þekkingu, fagmennsku og samvinnu að vopni. Þú færð fjölbreytt og krefjandi verkefni og tækifæri til að nota framsýni, nýsköpun og gæði til að gera einhver bestu fyrirtæki landsins enn betri.

Dæmi um verkefni og ábyrgð

• Prófanir viðskiptalausna í Microsoft Dynamics 365 Business Central (áður NAV)

• Prófanir verslunarlausna byggðar á kerfum frá LS Retail, t.d. LS Central

• Prófanir kerfa í Microsoft .NET (C#)

• Gefa forriturum uppbyggjandi endurgjöf á lausnir

• Skilgreina og framkvæma notenda-, virkni- og uppsetningarpróf

• Skrifa og keyra sjálfvirkar prófanir

• Fylgja eftir gæðastöðlum og gæðamarkmiðum

• Skjölun prófana

Menntunar- og hæfniskröfur

• Tölvunarfræði, verkfræði, viðskiptafræði eða önnur menntun sem nýtist í starfi

• ISTQB Foundation Level Certified Tester vottun er mikill kostur

• Reynsla af sambærilegu starfi er mikill kostur

• Góð tækniþekking og geta til að setja sig inn í ný kerfi

• Samskiptahæfileikar og góð þjónustulund

• Frumkvæði og öguð vinnubrögð

Æskilegt er að viðkomandi hafi gott vald á íslensku og ensku, hafi ríka gæðamiðaða þjónustulund og geti unnið sjálfstætt sem og í hóp.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon (torfi@intellecta.is) og Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) ráðgjafar hjá Intellecta í síma 511-1225.

Umsóknarfrestur er til og með 24. janúar 2022. Umsókn með ferilskrá óskast fyllt út á www.intellecta.is. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.