óskar eftir tæknimanni

IcePhone ehf 13. Oct 2014 Hlutastarf

IcePhone er leiðandi þjónustufyrirtæki í viðgerðum á farsímum og spjaldtölvum. Við þjónustum flestar gerðir af farsímum og spjaldtölvum. IcePhone hefur síðastliðið ár vaxið ört og þarf núna að bæta við sig starfskrafti í þjónustudeild. Við bjóðum upp á krefjandi starfsumhverfi þar sem þú færð tækifæri á að njóta þín.

Starfsvið:

Viðgerðir á farsímum og spjaldtölvum.

Við leitum að einstaklingi :

Með reynslu í viðgerðum á rafeindatækjum.
Sem býr yfir hæfni í mannlegum samskiptum.
Sem tileinkar sér nákvæm, örugg og sjálfstæð vinnubrögð
Sem er stundvís og samviskusamur.

Við fögnum sérstaklega umsóknum frá einstaklingum sem hafa menntun á sviði rafvirkjunar eða eru tæknimenntaðir.

Starfið er hlutastarf sem getur þó orðið fulltímastarf

Umsóknarfrestur er til 22 oktober nk. Umsókn og ferilskrá sendist á sama netfang.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Nánari upplýsinga veitir forstjóri IcePhone stefan thorarensen á email address vidgerdir@icephone.is

Umsókn og ferilskrá sendist á sama netfang.