Öryggisstjóri (e. Chief Security Officer)

Arion banki 11. Aug 2023 Fullt starf

Arion banki leitar að kraftmiklum og metnaðarfullum einstaklingi í starf Öryggisstjóra samstæðunnar. Öryggisstjóri heyrir undir framkvæmdastjóra Áhættustýringarsviðs bankans og er hluti af stjórnendateymi sviðsins. Bankinn starfar eftir þriggja línu líkaninu og er hlutverk öryggisstjóra í annarri línu. Öryggisstjóri styður við fyrstu línu og hefur eftirlit með virkni stýringa sem verja bankann fyrir áhættum sem tengjast upplýsinga- og tækniöryggi og raunlægu öryggi. Bankinn leggur mikla áherslu á öryggi og traust og hefur metnað til að vera í fremstu röð þegar kemur að öryggismálum. Öryggisstjóri á sæti í rekstraráhættunefnd bankans en bankastjóri gegnir formennsku í nefndinni.

Helstu verkefni:

  • Ábyrgð á ISO 27001 vottuðu stjórnkerfi öryggismála (ISMS) samstæðunnar

  • Eftirlit með bestu framkvæmd öryggismála og hlítni bankans og dótturfélaga við ytri kröfur

  • Úttektir og prófanir á virkni öryggisvarna, öryggisvöktunar og viðbrögðum við öryggistengdum atburðum

  • Ábyrgð á viðbúnaðarumgjörð bankans vegna rekstrarsamfellu

  • Þátttaka í öryggissamstarfi fjármálastofnana á Norðurlöndunum á vegum Nordic Financial CERT

  • Ábyrgð á öryggisþjálfun starfsfólks í samvinnu við Mannauð

  • Regluleg upplýsingagjöf til stjórnenda og stjórnar bankans

  • Öryggisstjóri leiðir deild öryggismála á áhættustýringarsviði en undir eininguna falla einnig mál sem tengjast vörnum og viðbrögðum í tengslum við netsvik og peningaþvætti

Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi

  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

  • Þekking á öryggismálum sem tengjast fjármálastarfsemi

  • Vottun í öryggismálum frá ISACA, (ISC)2 eða álíka er kostur

  • Þekking á rekstri upplýsingatæknikerfa og hugbúnaðarþróun

  • Reynsla af stöðlum í upplýsingaöryggi

  • Greiningarhæfni og lausnamiðuð nálgun

  • Góðir samskiptahæfileikar

Nánari upplýsingar um starfið veita Úlfar Freyr Stefánsson framkvæmdastjóri áhættustýringar, netfang: ulfar.stefansson@arionbanki.is og Hanna María Pálmadóttir mannauðsstjóri, netfang: hanna.maria.palmadottir@arionbanki.is.

Umsóknarfrestur er til og með 21.08.2023.


Sækja um starf