Öryggisstjóri
Hagstofa Íslands leitar að umbótasinnuðum og þjónustulunduðum sérfræðingi.
Í starfinu felst að vera fremsti sérfræðingur stofnunarinnar á sviði upplýsingaöryggis og að sjá um viðhald og framþróun ISO 27001 vottunar auk þess að vera starfsmönnum og stjórnendum til þjónustu og ráðgjafar í málum tengdum upplýsingaöryggi.
Öryggisstjóri leiðir uppbyggingu upplýsingaöryggismála Hagstofunnar þannig að þau standist þær kröfur sem gerðar eru á hagskýrslugerð samkvæmt ISO 27001 staðli. Mjög mikilvægur þáttur starfsins er að styðja við hin ýmsu umbótaverkefni tengd verklagi þannig að upplýsingaöryggis sé gætt.
HÆFNISKRÖFUR
• Umbótasinnað hugarfar og frumkvæði til verka
• Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun
• Farsæl reynsla af því að stjórna samstarfsverkefnum
• Farsæl reynsla tengd upplýsingaöryggismálum
• Mikil fagleg þekking á upplýsingaöryggismálum (ISO27001)
• Framúrskarandi samskipta- og samstarfsfærni
• Góð færni í ræðu og riti á bæði íslensku og ensku
• Reynsla af skjalastjórnun er kostur
• Þekking á persónuverndarmálum og opinberri stjórnsýslu er kostur
• Reynsla af fræðslustarfi, þ.m.t. reynsla af gerð og hagnýtingu á stafrænu fræðsluefni er kostur
• Mikil skipulagsfærni, vandvirkni, þrautseigja og dugnaður
Um er að ræða fullt starf. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsóknarfrestur er til og með 17. október 2022 og skal sótt um á ráðningarvef ríkisins, www.starfatorg.is
Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem ítarlega er gerð grein fyrir hæfni umsækjanda í starfið.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknafrestur rennur út. Öll kyn eru hvött til að sækja um. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Hagstofu Íslands við ráðningar í störf.
Nánari upplýsingar um starfið veita Emma Ásudóttir Árnadóttir, emma.a.arnadottir@hagstofa.is og Ólafur Arnar Þórðarson olafur.a.thordarson@hagstofa.is, eða í síma 528-1000.
Hagstofa Íslands er miðstöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk Hagstofunnar er að vinna hlutlægar hagskýrslur, hafa forystu um samhæfingu hagtalna, stunda rannsóknir og stuðla þannig að upplýstri umræðu og faglegum ákvörðunum. Leiðarljós starfseminnar eru þjónusta, áreiðanleiki og framsækni. Hagstofan er staðsett í lifandi umhverfi í Borgartúninu, starfsumhverfið er jákvætt, fjölskylduvænt og sveigjanlegt og við höfum öflugt starfsmannafélag. Nánari upplýsingar má finna á www.hagstofa.is
Sækja um starf
Umsóknarfrestur er til og með 17. október 2022 og skal sótt um á ráðningarvef ríkisins, www.starfatorg.is
Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi þar sem ítarlega er gerð grein fyrir hæfni umsækjanda í starfið.