Oracle sérfræðingur
Við leitum að Oracle snillingi til þess að sinna rekstri og framþróun á gagnagrunnskerfum RB. Viðkomandi mun starfa í hópi sérfræðinga sem sinna meðal annars Oracle gagnagrunnum. Við leitum að einstaklingi sem vinnur vel í hópi en getur líka unnið sjálfstætt þegar að þörf er á.
Helstu verkefni og ábyrgð
Daglegur rekstur á Oracle gagnagrunnum.
Stuðningur við aðra hópa innan fyrirtækisins.
Mikil aðkoma að þróun og uppbyggingu lausna.
Menntunar- og hæfniskröfur
Góð þekking á Oracle gagnagrunnum er nauðsynleg ásamt reynslu af rekstri.
Þekking á Opensource gagnagrunnum er kostur.
Þekking á Unix/Linux er kostur.
Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða starfsreynsla.
Mikil skipulagshæfni og samskiptahæfileikar.
RB er traust og öflugt þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni sem hefur þróað hinar ýmsu fjármálalausnir, þar á meðal megin greiðslukerfi landsins.
Við bjóðum góða vinnuaðstöðu, tækifæri til endurmenntunar og starfsþróunar, frábæra samstarfsfélaga og umhverfi þar sem fagmennska, öryggi og ástríða eru undirstaða allra verka.
Nánari upplýsingar veitir Kristjón Sverrisson, forstöðumaður Kerfisreksturs, kristjon@rb.is.
Sækja um starf
Allar umsóknir skulu berast í gegnum heimasíðuna okkar: https://www.rb.is/vinnustadurinn/storf