Okkur vantar liðsmann í Mafíuna – Senior Developer

Tölvumiðlun 29. Jun 2015 Fullt starf

Er eitt af því skemmtilegasta sem þú gerir að láta til þín taka á faglegum vettvangi og klára framúrskarandi hluti ?

Vilt þú vera hluti af árangursríku liði og hefur reynslu af því að koma hlutum í verk ?

Þá erum við að leita að þér!

Okkur vantar senior developer í Mafíuna sem er kjarnateymi hjá okkur til að þróa eina fremstu og útbreiddustu launa- og mannauðslausn á landinu í nánu samstarfi við stærstu og framsæknustu fyrirtæki landsins.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:

Starfið felst í krefjandi hugbúnaðarþróun og aðkomu að mótun á þeirri högun sem er ráðandi í vörum okkar núna og til framtíðar.

Menntunar – og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði
  • Framúrskarandi hæfileikar í hugbúnaðarþróun
  • Reynsla af krefjandi verkefnum
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu
  • Metnaður til að gera góða hluti enn betri og virk þátttaka í öllum stigum hugbúnaðarframleiðslunnar

Við bjóðum m.a. uppá:

  • Sanngjörn og samkeppnishæf starfskjör sem taka mið af ábyrgð og frammistöðu
  • Frábæra vinnuaðstöðu með besta mötuneytinu, líkamsræktarsal, afþreyingaraðstöðu, glæsilegu útsýni o.fl. o.fl.
  • Styrki á sviði heilsuræktar og samgöngumála
  • Frábært starfsmannafélag
  • Þátttöku í vinningsliði

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsóknir á að senda í gegnum https://team.tolvumidlun.is.

Frekari upplýsingar veitir Viðar Þórðarson - vidar@tolvumidlun.is