Öflugur forritari óskast
ARK Technology er tæknifyrirtæki sem þróar lausnir til að fylgjast með umhverfisáhrifum skipa á sjálfvirkan hátt. Hugbúnaður ARK byggir á stærðfræðilegum kjarna sem notaður er til að herma og reikna út mengun frá skipum í alþjóðlegum siglingum. Með lausnum ARK geta skipaútgerðir mætt auknum alþjóðlegum kröfum um mengunareftirlit á hafi og í höfnum.
Æskilegt er að umsækjandi hafi:
– Þekkingu á SQL forritunar umhverfinu
– Þekkingu á sviði nettengdra SQL gagnagrunna
– Kunnáttu í hönnun gagnasafna
– 2-3 ára reynslu
Upplýsingar fyrir umsækjendur
Ferilskrá ásamt upplýsingum um styrk og reynslu sendist á netfangið jobs@arktech.net fyrir 3. júní. Sýnishorn af fyrri vinnu (vefsíður, o.þ.h.) eru æskileg en þó ekki nauðsynleg.