Notendaumsjón í dkVistun

dk hugbúnaður ehf 18. Dec 2018 Fullt starf

dk hugbúnaður ehf leitar að starfsmanni til að sjá um notendaumsjón í dkVistun.

dkVistun rekur eina stærstu Microsoft SPLA hýsingu landsins með rúmlega 7.000 notendur og vel yfir 4.000 viðskiptavini í hýsingu. Við leitum að starfsmanni til að sjá um notendaumsjón í dkVistun, stofnanir/breytingar á notendum í Active Directory, uppsetning/viðhald á dk, dkPOS, dkiPOS, dkFramtali, dk Léttlausnum (dkOne og dkPlus), dk vefþjónustum og öðrum þjónustum sem dkVistun bíður upp á. Utanumhald á áskrifarpöntunum, ásamt ýmsum öðrum smærri verkefnum sem tengjast dkVistun. Um fullt starf er að ræða.

Umsækjandi þarf að hafa góða reynslu á Windows stýrikerfum, s.s. Windows 10 og ekki síst góða þekkingu á Windows Server stýrikerfum. Þekking/reynsla á IIS og AD er æskileg sem og grunnþekking á SQL gagnagrunnum sem og Office 365. Þekking á Windows Powershell er kostur. Microsoft gráður eða nám í tölvunarfræði er kostur.


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Áhugasamir sendi tölvupóst á umsoknir@dk.is Umsóknafrestur er til og með 2. janúar 2019.

Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.