Notendaþjónusta

Lífeyrissjóður verzlunarmanna 30. Dec 2022 Fullt starf

LV leitar að öflugum liðsmönnum á upplýsingatæknisvið sjóðsins.
Á upplýsingatæknisviði LV starfar samhentur hópur sérfræðinga við hugbúnaðarþróun. LV á og rekur eigin upplýsingakerfi sem sérhæfð eru fyrir starfsemi lífeyrissjóðins. Kerfin eru í stöðugri þróun og leitast sjóðurinn við að nota nýjustu tækni við hugbúnaðargerð á hverjum tíma.
Snjöll þjónusta er eitt af fimm leiðarljósum stefnu LV. Þannig miða tæknilegir innviðir sjóðsins að því að veita snjalla þjónustu út frá þörfum sjóðfélaga og launagreiðenda. Á síðasta ári voru lífeyrisþegar um 22 þúsund, iðgjaldagreiðendur voru um 9 þúsund og heildarfjöldi sjóðfélaga var um 178 þúsund. Við leitum að öflugum og metnaðarfullum einstaklingum til að slást í hópinn og takast á við krefjandi og spennandi verkefni sem framundan eru.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með hjálparborði
  • Eftirlit með öryggislausnum og vöktun tölvukerfis
  • Veita starfsfólki sjóðsins hugbúnaðar- og tækniaðstoð
  • Uppsetning á tölvubúnaði
  • Samskipti við þjónustuaðila

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Menntun og reynsla tengd rekstri tölvukerfa
  • Sjálfstæði í störfum, frumkvæði og þjónustulund
  • Geta til að vinna vel í hóp
  • Þekking á Office365 og Microsoft rekstrarhugbúnaði
  • Mjög góð tækni- og tölvukunnátta
  • Þekking á fjarfundarbúnaði og upptökum kostur

Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Sótt er um með því að senda umsókn á netfangið thor.egilsson@live.is