Notendaþjónusta og tæknirekstur
Leitum að hressum og skemmtilegum starfsmanni í notendaþjónustu
Nova sem sinnir tækniþjónustu við aðra starfsmenn
Nova (hafa ekki allir séð The IT Crowd?)
Liðsfélagi sem elskar að gera, redda, græja, er skipulagður,
stundvís og góður í samskiptum. Þjónusta og tæknirekstur
verslana, þjónustuvers og skrifstofu er hluti af starfinu sem og
náið samstarf við kerfisstjóra og aðra starfsmenn Nova.
Ekkert endilega að fara með þeim í golf um helgar en
bara vera næs, þú veist.
Starfsmaður þarf að hafa góða þekkingu á
Windows stýrikerfi og reynsla á uppsetningu
og viðhaldi á algengum skrifstofuhugbúnaði
og auðvitað skrifstofuhúsgögnum (kunna að
stilla bakið og hækka og lækka og svona).
Áhugasamir sæki um á www.radum.is fyrir 8. júlí.
Nánari upplýsingar veitir Hildur Erla Björgvinsdóttir, hildur@radum.is, sími 519 6770.