Netsérfræðingur

Kvika 2. Sep 2024 Fullt starf

Kvika banki leitar að netsérfræðingi í rekstri net- og netöryggiskerfa til að starfa í rekstrar teymi á upplýsingatæknisviði bankans. Teymið vinnur að fjölbreyttum verkefnum þvert á samstæðu og býr yfir mikilli reynslu. Viðkomandi þarf að vera lausnamiðaður, viljugur til að læra og vera tilbúin að setja sig inn í tæknilega flókin mál.

Helstu verkefni og ábyrgð:
– Almennur rekstur á netkerfum samstæðunnar
– Hönnun og uppsetning netkerfa
– Þátttaka í hönnun net- og öryggislausna
– Umsjón með netöryggislausnum

Menntunar- og hæfniskröfur
– Háskólamenntun og/eða viðeigandi starfsreynsla sem nýtist í starfi
– Reynsla af rekstri netkerfa og netöryggislausna er skilyrði
– Áhugi og drifkraftur til að takast á við stór og krefjandi verkefni
– Sjálfstæði og vönduð vinnubrögð
– Færni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu

Kvika er öflugur banki með mikla áherslu á nýsköpun og stafrænt vöruframboð. Starfsumhverfið einkennist af samvinnu og liðsheild, með áherslu á frumkvæði starfsfólks og tækifæri til að starfa með fjölbreyttum hópi sérfræðinga með víðtæka reynslu.
Kvika leitast við að auka fjölbreytileika meðal starfsfólks og hvetur öll áhugasöm, óháð kyni, til að sækja um.

Nánari upplýsingar veitir Hlynur Guðmundsson, forstöðmaður upplýsingatæknireksturs, hlynur.gudmundsson@kvika.is


Sækja um starf
Upplýsingar fyrir umsækjendur

Sótt er um starfið á umsóknarvef Kviku.

Umsóknarfrestur er til og með 11.10.2024.

Tengill á starf: kvika.umsokn.is