NETSÉRFRÆÐINGUR

Basis ehf 27. Mar 2013 Fullt starf

Við óskum eftir sérfræðingi til að slást í hóp með okkur í hraðast vaxandi fyrirtæki landsins í hýsingu og rekstri. Verkefni netsérfræðinga Basis er rekstur netmiðju fyrirtækisins, ásamt víð- og staðarnetum viðskiptavina okkar. Starfið felur í sér ábyrgð á hönnun og rekstri netumhverfa, gerð teikninga og samskipti við fjarskiptabirgja ásamt daglegri úrlausn verkefna.
Við leitum að sterkum einstaklingi sem er búinn að sanna sig í faginu og langar að takast á við nýja áskorun og leiða þróun á netkerfi Basis til framtíðar.

STARFSLÝSING
• Leiðir starf netsérfræðinga hjá Basis
• Ábyrgðarmaður netmiðju og innviða
• Hönnun og uppbygging netkerfa viðskiptavina

HÆFNISKRÖFUR
• 3ja ára eða lengri starfsreynsla af rekstri flókinna netkerfa
• Þekking og geta til að leysa tæknilega krefjandi verkefni
• CCNP eða sambærileg þekkingarvottun
• Þekking á netbúnaði frá Fortinet og HP er kostur

UM BASIS
Við leggjum mikla áherslu á starfsmannaánægju og erum stolt af því að vera í hópi efstu fyrirtækja landsins í könnun VR á ári hverju. Við bjóðum eftirfarandi:
• Frábæra vinnu- og afþreyingaraðstöðu
• Mikla starfsþróunarmöguleika og virka endurmenntun
• Frábæran starfsanda í þéttum hópi
• Sveigjanlegan vinnutíma
• 10% af vinnutíma í starfsþróunar- og gæluverkefni

Ef þú býrð að frumkvæði, hefur hæfni í mannlegum samskiptum og úrlausn tæknilegra vandamála og vilt takast á við nýjar áskoranir og auka við þekkingu þína, þá viljum við heyra frá þér.


Upplýsingar fyrir umsækjendur

Vinsamlegast sendið umsóknir með tölvupósti á atvinna@basis.is fyrir 8. apríl n.k. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.