Netöryggissérfræðingur
Íslandsbanki leitar að jákvæðri, metnaðarfullri og áhugasamri manneskju í starf öryggissérfræðings í netöryggisteymi Stafrænnar þróunar og gagnastýringar. Netöryggisteymið gegnir lykilhlutverki við að tryggja öryggi upplýsingatæknikerfa bankans og veita stuðning við að bæta netöryggi í takt við nýjustu strauma í öryggismálum.
Megináhersla starfsins snýr að netöryggi í þróun (DevSecOps) en einnig netöryggis tengt rekstri kerfa (SecOps). Sem öryggissérfræðingur mun viðkomandi bera ábyrgð á öryggisúttektum, áhættumati og innleiðingu verkferla til að uppfylla reglugerðir og staðla svo sem DORA, PSD2 og ISO27001.
Einnig mun viðkomandi vera þáttakandi í viðbrögðum við öryggisatvikum, framkvæma veikleikaprófanir og tryggja að öryggisstefnu sé fylgt eftir.
Helstu verkefni:
- Framkvæmd öryggisúttekta og gerð áhættumata á upplýsingatæknikerfum
- Innleiðing og viðhald öryggisstefnu og verkferla til hlítni við reglugerðir
- Viðbragð og úrbætur vegna öryggisatvika
- Framleiðsla og dreifing fræðsluefnis og tilkynninga um öryggismál
- Innleiðing tæknilausna, ráðgjöf og stuðningur til að bæta net- og upplýsingaöryggi
- Veikleikaprófanir á upplýsingatæknikerfum bankans
Hæfniskröfur:
- Jákvætt hugarfar, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Grunnmenntun á háskólastigi er æskileg, en sérhæfð þekking og reynsla á sviðinu (1-3 ár) er einnig vel metin
- Reynsla af öryggisúttektum og áhættumati ásamt þjálfun og ráðgjöf
- Þekking á innleiðingu og viðhaldi öryggisstefnu og verkferla
- Reynsla af viðbrögðum og úrbótum vegna öryggisatvika
- Þekking á veikleikaprófunum og innleiðingu tæknilausna í netöryggismálum
- Sterk greiningarhæfni og færni í lausn vandamála
- Hæfni til að vinna í teymi og sjálfstætt undir álagi
Frekari upplýsingar:
Nánari upplýsingar veita Jón Söring, forstöðumaður öryggismála (jon.soring@islandsbanki.is) og Guðlaugur Örn Hauksson, ráðningarstjóri (gudlaugur.orn.hauksson@islandsbanki.is).
Hjá Íslandsbanka starfa um 750 manns sem hafa ástríðu fyrir árangri og vinna að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á að skapa virði til framtíðar með traustum rekstri og framúrskarandi þjónustu.
Sækja um starf
Nánari upplýsingar veita Jón Söring, forstöðumaður öryggismála (jon.soring@islandsbanki.is) og Guðlaugur Örn Hauksson, ráðningarstjóri (gudlaugur.orn.hauksson@islandsbanki.is).