Netkerfisstjóri
Plain Vanilla Games leitar að reynslumiklum netkerfistjóra til þess að stilla upp og viðhalda bakenda fyrir nýjan fjölspilunarleik.
Helstu verkefni:
Uppsetning og viðhald á hinum ýmsu kerfum Amazon Web Services, s.s. EC2 þjónum sem keyra annað hvort nginx vefþjóna eða mongodb gagnagrunna. Með viðhaldi er t.d. átt við að stýra fjölda vefþjóna í samræmi við álag og tryggja að kerfið haldist gangandi við hinar ýmsu aðstæður.
Hæfniskröfur
Mikil þekking á Amazon Web Services (EC2, EBS, S3 og ELB).
Mikil reynsla af notkun og uppsetningu gagnagrunnskerfanna MongoDB og Redis.
Góðan skilning á hvaða vandamál fylgja skölun, þekking á algengum arkítektúr og reynsla af rekstri skalanlegra kerfa.
Mjög góð þekking á *nix kerfum.
Kunnátta á munin eða öðrum monitoring kerfum er nauðsynleg.
Reynsla af forritun í Python er æskileg.
Plain Vanilla er ört vaxandi leikjafyrirtæki með starfstöðvar á Íslandi og í San Francisco.
Plain Vanilla var nýverið fjármagnað af bandarískum þróunarsjóðum á borð við Crunch Fund og Sequoia og stefnir á öran vöxt á alþjóða vettvangi.
Ef þú ert snillingur í netkerfum og vilt taka þátt í miklu ævintýri þá endilega hafðu samband!
Vinsamlegast sendið tölvupóst á thorsteinn@plainvanillagames.com