Netkerfasérfræðingur
Fyrir umbjóðanda okkar sem er öflugt og traust tæknifyrirtæki leitum við að framsæknum og ábyrgðarfullum sérfræðingi til að sinna ráðgjafar- og hönnunarverkefnum ásamt flóknari rekstrarmálum fyrir stóra og kröfuharða viðskiptavini.
Um krefjandi starf er að ræða þar sem unnið er með nýjustu tækni á sviði netlausna.
Viðkomandi yrði hluti af teymi öflugra sérfræðinga.
Menntunar- og hæfniskröfur:
-
Háskólamenntun í verk- eða tæknifræði er kostur
-
Reynsla af rekstri búnaðar frá Juniper/Cisco/Fortinet/Lenovo er kostur
-
Yfirgripsmikil þekking á MPLS, IP, BGP, OSPF, IS-IS, Layer 2 og Layer 3 samskiptum
-
Tveggja ára reynsla af netrekstri er skilyrði
Gott tækifæri í boði.
Nánari upplýsingar veita Torfi Markússon (torfi@intellecta.is) og Ari Eyberg (ari@intellecta.is) í síma 511 1225.
Umsóknarfrestur er til og með 12. apríl 2018.Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá.
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Sækja um starf
Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá.